03.05.1978
Efri deild: 96. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4398 í B-deild Alþingistíðinda. (3712)

136. mál, veiting ríkisborgararéttar

Dómsmrh. (Ólafur Jóhannesson):

Herra forseti. Mál þetta hefur verið til meðferðar í hv. Nd. og sætt þar venjulegri meðferð. Um málið hefur sérstaklega verið fjallað af formönnum allshn: beggja d. ásamt skrifstofustjóra Alþingis og hafa þeir farið yfir upphaflega frv., sem lagt var fram, og bætt inn þeim mönnum, sem sótt hafa um ríkisborgararétt síðan og fullnægja þeim skilyrðum, sem sett voru af Alþ. á sínum tíma fyrir veitingu ríkisborgararéttar með sérstakri þáltill. Þær reglur er að finna í nál. á þskj. 830.

Alls eru þeir aðilar, sem veittur er ríkisborgararéttur, 36, en voru 17 í upphaflega frv.

Ég legg til að þessu frv. verði vísað til 2. umr. og hv. allshn.