03.05.1978
Neðri deild: 95. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4437 í B-deild Alþingistíðinda. (3777)

Umræður utan dagskrár

Sighvatur Björgvinsson:

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. forsrh. svarið og hef þá trú, að hæstv. forsrh. hafi beitt áhrifum sínum til þess að fá hæstv. iðnrh. til að breyta áformum sínum. Það er ánægjuefni að hæstv. iðnrh. skuli snúa aftur á morgun, uppstigningardag, til þess að sinna þingskyldum sínum síðustu tvo þingdagana. Ég vænti þess, að hæstv. iðnrh. komi síðan heill til þingstarfa á föstudag og aðflutningsbann það, sem verkalýðshreyfingin hefur upp tekið, nái ekki til hæstv. orkumálaráðh. Ég vænti þess svo fastlega, að Kröfluskýrslan komi til umr. í Sþ. n. k. föstudag þegar líkur eru á að fundur verði í Sþ.