05.05.1978
Efri deild: 100. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4475 í B-deild Alþingistíðinda. (3851)

136. mál, veiting ríkisborgararéttar

Frsm. (Ingi Tryggvason):

Herra forseti. Vegna þeirra aths., sem komu fram við 2. umr. málsins í hv. d., vil ég láta þess getið, að ég hef leitað til orðabóka um skýringar á orðinu fornafn og skoðað tvær bækur. Önnur er orðabók Sigfúsar Blöndals, þar er orðið eingöngu skýrt sem fornafn, en í Orðabók Menningarsjóðs, sem út kom fyrir allmörgum árum, er sú skýring, að orðið fornafn þýði í fyrsta lagi skírnarnafn, í öðru lagi fallorð notað í stað nafnorðs. Það er ágætt samkomulag milli mín og hv. 5 þm. Norðurl., að það verði ekki horfið að því ráði að hefja langar umr. í allshn. um orðalagsbreytingu, hugsanlega eða ekki hugsanlega, og vildi ég láta þessa getið hér.