05.05.1978
Efri deild: 100. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4476 í B-deild Alþingistíðinda. (3857)

199. mál, umferðarlög

Albert Guðmundsson:

Herra forseti. Ég vil aðeins segja hér nokkur orð til þess að undirstrika það sem kom fram hjá hv. síðasta ræðumanni, vegna þess að það er ekki beint tekið fram í frv., að þær bifreiðar, sem komnar eru til landsins og hafa verið í notkun áður en lög þessi taka gildi, fá eftir gildistöku laganna umferðarrétt samkv. þessum lögum, þannig að þær bifreiðar, sem ekki eru löglegar miðað við það sem segir í þessu frv., verði taldar fullgildar og löglegar hér eftir sem hingað til, þó svo þær hafi kannske verið á undanþáguleyfum.