05.05.1978
Neðri deild: 100. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4512 í B-deild Alþingistíðinda. (3901)

306. mál, heyrnleysingjaskóli

Frsm. (Ingvar Gíslason):

Herra forseti. Það frv., sem hér um ræðir, er komið úr Ed. og var þar samþykkt shlj. og óbreytt frá því sem það var lagt fram. Þetta frv. fjallar um það, að við Heyrnleysingjaskólann skuli starfa framhaldsdeild.

Menntmn. Nd. hefur haft þetta mál til umfjöllunar og n. mælir einróma með því, að það verði samþykkt óbreytt eins og það barst frá Ed. Tveir hv. nm. voru ekki viðstaddir afgreiðsluna: Gunnlaugur Finnsson og Ellert B. Schram.