05.05.1978
Efri deild: 101. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4522 í B-deild Alþingistíðinda. (3913)

217. mál, tollskrá o.fl.

Halldór Ásgrímsson:

Herra forseti. Aðeins örfá orð. Ég vil taka undir það sem hv. 4. þm. Suðurl. sagði áðan, en vil aðeins upplýsa hv. 5. þm. Norðurl. v. um það, að þegar lög voru sett um tollskrá 21. des. 1976, þá voru gerðar ýmsar lagfæringar á tollum til landbúnaðarins sem hv. 4. þm. Suðurl. hefur gert grein fyrir, og við meðferð málsins fluttu þeir, þm. í nefndinni, sem studdu ríkisstj., Halldór Ásgrímsson, Jón Helgason og Jón G. Sólnes, brtt. varðandi landbúnaðinn um mjólkurvinnsluvélar, plóga, upptökuvélar, sláttuvélar, mjaltavélar og mjólkurvinnsluvélar. Þetta eru allt saman tæki og fleiri vélar sem fara í 2% toll. Það kemur ekki fram á nál. hv þm. Ragnars Arnalds, að hann hafði flutt neina aðra brtt., hann flutti aðeins brtt. um ákvæði til bráðabirgða; enda man ég ekki eftir því, að hann hafi sýnt þessum málum þá nokkurn áhuga. En svo virðist sem á fundum undanfarið hafi hann komist í einhverja snertingu við bændur og þá fengið einhvern áhuga á málum þeirra, en ætlar sér svo að flytja hér till., sem hann byggir á litlum grunni, enda virðist hann fremur kjósa að byggja málflutning sinn upp á sleggjudómum en rökum.