06.05.1978
Efri deild: 103. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4611 í B-deild Alþingistíðinda. (3942)

282. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Jón Árm. Héðinsson:

Herra forseti. Ég studdi meiri hl. að þessu frv., en tók fram að ég mundi flytja eða fylgja brtt. Þessi till. er mjög í anda þess sem við Alþfl.-menn höfum talað um hér, að það væru fyrst og fremst lagðir beinir skattar á hátekjumenn. Ég held að með þessu björgum við mörgum þeim sem hafa meðaltekjur, sem af mun ekki veita í dag, og af því að önnur grein fjallar um hvernig tekjuskatturinn skiptist í prósentutölum, eins og Halldór Ásgrímsson formaður n. nefndi hér áðan, þá tel ég fullt samræmi í því að samþykkja þessa till. og segi því já.

Jón Árm. Héðinsson: Herra forseti. Ég studdi meiri hl. að þessu frv., en tók fram að ég mundi flytja eða fylgja brtt. Þessi till. er mjög í anda þess sem við Alþfl.-menn höfum talað um hér, að það væru fyrst og fremst lagðir beinir skattar á hátekjumenn. Ég held að með þessu björgum við mörgum þeim sem hafa meðaltekjur, sem af mun ekki veita í dag, og af því að önnur grein fjallar um hvernig tekjuskatturinn skiptist í prósentutölum, eins og Halldór Ásgrímsson formaður n. nefndi hér áðan, þá tel ég fullt samræmi í því að samþykkja þessa till. og segi því já.