06.05.1978
Efri deild: 103. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4612 í B-deild Alþingistíðinda. (3946)

282. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Ragnar Arnalds:

Herra forseti. Þar sem till. þessi léttir byrðina fyrir allflest aldrað fólk, en ekki aðeins hátekjufólk, og með það í huga, að ónýttur persónuafsláttur, sem ekki gagnast við greiðslu tekjuskatts, kemur að góðu gagni í sambandi við greiðslu útsvars, sem er skattur á lágtekjumenn, þá tel ég að hér sé um þarfa till. að ræða og segi já.