06.05.1978
Efri deild: 104. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4633 í B-deild Alþingistíðinda. (3994)

38. mál, iðnaðarlög

Frsm. (Steingrímur Hermannsson):

Herra forseti. Frv. þessu var breytt í Nd. 8. gr., sem við ræddum nokkuð um við meðferð þessa máls hér í d., var breytt þannig, að heimild til þess að ráða verkafólk til iðnaðarstarfa, var þrengd og færð í það sama horf og er í gildandi lögum. Krafist er samþykkis sveina- og meistarafélags til þess að heimilt sé að ráða ólært verkafólk til iðnaðarstarfa, og einnig er fram tekið að slíkt skuli aðeins heimilt um stuttan tíma í senn.

Ég hef leitast við að ná í iðnn.-menn. Ekki hafa verið tök á því að halda fund, en ég hef borðið þetta undir, hygg ég, flesta ef ekki alla og gerir iðnn. ekki aths. við þessa breytingu.