06.05.1978
Neðri deild: 103. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 4639 í B-deild Alþingistíðinda. (4014)

Starfslok neðri deildar

Karvel Pálmason:

Virðulegi forseti. Ég vil fyrir hönd okkar þdm. þakka hæstv. forseta hlý orð og góðar óskir í okkar garð. Ég vil sömuleiðis þakka hæstv. forseta ánægjulegt samstarf fyrir okkar hönd og flyt honum og hans fjölskyldu árnaðaróskir. Ég tek einnig sérstaklega undir þær óskir sem hæstv. forseti flutti hér til þeirra hv. þm. sem vitað er nú að ekki taka þátt í kosningabaráttu eða gefa kost á sér til framboðs. Ég vil einnig fyrir hönd okkar þdm. þakka skrifstofustjóra Alþingis og öllu starfsfólki þingsins fyrir ánægjulegt og gott samstarf og óska því og fjölskyldum þess alls velfarnaðar í framtíðinni. Ég vil biðja hv. þdm. að taka undir þessi orð mín með því að rísa út sætum. — [Deildarmenn risu úr sætum.]