10.11.1977
Sameinað þing: 15. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 600 í B-deild Alþingistíðinda. (405)

321. mál, starfsmannafjöldi banka o.fl.

Fyrirspyrjandi (Lúðvík Jósepsson):

Herra forseti. Fsp. mín til hæstv. viðskrh. er svo hljóðandi:

1. Hve margir starfsmenn vinna á vegum bankakerfisins og 10 stærstu sparisjóðanna? Hvað voru starfsmenn sömu aðila margir árið 1970?

2. Hverjar voru bókfærðar tekjur bankanna umfram gjöld 1976, þar með taldar tekjur af eigin fé?

3. Hve margir starfsmenn vinna á vegum olíufélaganna? Hvað voru þeir margir árið 1970?

4. Hve mörg fyrirtæki starfa nú að innflutningsverslun hér á landi og hve margir eru starfsmenn þeirra? Hvað hefur starfsmönnum þeirra fjölgað síðan árið 1970?“

Þessar spurningar eru líka allar skýrar og einfaldar og þarfnast ekki neinna skýringa af minni hálfu. Ég vænti þess að hæstv. viðskrh. sjái sér fært að svara þeim.