14.11.1977
Efri deild: 14. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 616 í B-deild Alþingistíðinda. (438)

76. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Frv. þetta til laga er flutt til staðfestingar á brbl. sem gefin voru út s.l. sumar í samræmi við það loforð sem ríkisstj. hafði gefið varðandi lausu þeirrar kjaradeilu sem þá stóð yfir. Á þinginu s.l. vor, þegar flutt var frv. til breyt. á l. um tekjuskatt og eignarskatt, var að því vikið að athugað yrði um breyt, á skattalögum í sambandi við kjarasamningana. Var þá gert ráð fyrir að ef þingi yrði lokið þegar niðurstöður af samningunum lægju fyrir kynnu að verða gefin út brbl. Frv. fjallar um breytta skattstiga. Við er bætt nýjum skattstiga með skattgjaldi 30% og síðan mörkum breytt, þ.e.a.s. lágmarksfjárhæð skattskyldra tekna.

Ég sé ekki ástæðu til að fjölyrða um frv., en leyfi mér að leggja til að að lokinni þessari umr. verði frv. vísað til 2. umr. og hv. fjh: og viðskn.