15.11.1977
Sameinað þing: 17. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 641 í B-deild Alþingistíðinda. (449)

317. mál, úrvinnsla áls á Íslandi

Fyrirspyrjandi (Benedikt Gröndal):

Herra forseti. Ég þakka hæstv. iðnrh. fyrir skýr og góð svör við fsp. minni. Mér var mikil ánægja að heyra á máli hans áhuga og trú á því, eins og hann orðaði það, að framhaldsvinnsla á áli gæti orðið álitleg viðbót við íslenskan iðnað. Hér var einnig ánægja að heyra að mál þetta er í athugun og að það er ofarlega á lista verkefna hjá rn. hans. Í þriðja lagi er gott til þess að vita, að íslensk iðnfyrirtæki, sem starfa á skyldum sviðum, og jafnvel nýir aðilar hafa látið í ljós áhuga á framhaldsvinnslu áls.

Ég þakka aftur fyrir svörin og læt í ljós þá vott að ekki liði langur tími þangað til hér rísa eitt eða fleiri alíslensk fyrirtæki sem vinna úr þessu hráefni, sem við höfum í landinu, og tryggja tugum manna góða atvinnu og þjóðinni útflutningstekjur.