23.11.1977
Efri deild: 17. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 799 í B-deild Alþingistíðinda. (555)

89. mál, gleraugnafræðingar og sjónfræðingar

Sjútvrh. (Matthías Bjarnason):

Herra forseli. Ég vil aðeins upplýsa það, að fyrst þegar gerð vor drög að þessu frv., fyrir rúmlega tveim árum, var haldið við erlendu nöfnin, og þá sagði ég að ég flytti alls ekki frv. með slíkum heitum eins og optiker inn í íslenska löggjöf. Þá voru margir góðir menn sem fóru að brjóta heilann um hvað ætti að kalla þessa menn, og að lokum komumst við að þessari niðurstöðu, að þetta væri íslenskulegast og bestu heitin. En ég er ekki að segja að það sé það eina sanna og rétta, ef menn finna eitthvað annað. Sjálfsagt mundi viðkomandi ekki vera ánægður með að vera kallaður gleraugnaglámur eða eitthvað þess háttar. (Gripið fram í.) Það erum við sem erum með þau á nefinu alltaf og verðum að vera það. En ég veit ekki með fræðinga — það er alveg rétt hjá hv. þm., það er að verða næstum því eins títt og að tala um orðið hönnun á öllum sviðum, svo ég nefni svona eitt dæmi. En orðið -fræðingur er nú komið inn í margs konar löggjöf og gleraugna- og sjón eru góð íslensk heiti í sambandi við þessa starfsgrein. Hins vegar set ég mig alls ekki og síður en svo upp á móti því að heilbr.- og trn. kanni nánar hvort það sé eitthvað enn betra starfsheiti til, því ég geri þetta ekki að neinu kappsmáli. Þó tel ég það margfalt skárra en að fara að setja inn í íslenska löggjöf erlend starfsheiti.