23.11.1977
Efri deild: 17. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 810 í B-deild Alþingistíðinda. (567)

91. mál, matvælarannsóknir ríkisins

Steingrímur Hermannsson:

Herra forseti. Eins og ég tók fram, er ég ekki að gera hér till. um nafnbreytingu. Ég tek undir það með hæstv. ráðh., að í frv. sjálfu og grg, þess er skýrt afmarkað verksvið þessarar stofnunar, svo ég tel ekki að þarna þurfi að vera um neinn árekstur að ræða. Ég tel hins vegar að nafnið, Matvælarannsóknir ríkisins, geti valdið misskilningi og því sé verðugt verkefni þeirrar n., sem um þetta fjallar, að athuga þann þátt.