24.11.1977
Sameinað þing: 23. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 831 í B-deild Alþingistíðinda. (576)

30. mál, skipulag orkumála

Karvel Pálmason:

Herra forseti. Fyrr við þessa umr. lagði ég hér nokkur orð í belg varðandi þetta mái, þó ekki að því er varðar efnisatriði þess nema að örlitlu leyti. Ég vakti þá fyrst og fremst athygli á því, hvernig að þessu máli væri staðið, þ.e.a.s. að einn af þeim mönnum, sem stæði á í þeirri stjórnskipuðu n. sem gera á till. um skipulag orkumála, er 1. flm. að þessari þáltill. Ég taldi þetta óeðlileg vinnubrögð og er þeirra r skoðunar enn, þrátt fyrir það sem fram hefur komið hjá hv. þm. Steingrími Hermannssyni að því er þetta varðar. Ég er þeirrar skoðunar, að það séu óeðlileg vinnubrögð, þegar búið er að setja á fót n. til þess að gera till. um heildarskipulag, í þessu tilfelli að því er varðar orkumál, að þá fari einstakir nm. að leggja fram sérstakar till. varðandi bað mál áður en n. hefur komið sér saman um það skipulag sem hún gjarnan vildi á þessum málum hafa. Ég er ekki í neinum vafa um að ef svona yrði staðið að málum, þá væri að verulegu leyti verra að koma á eðlilegum starfsháttum og samskiptum að því er varðar mál eins og þetta. Ég trúi því vart að þeir hv. þm., sem eru annarrar skoðunar en ég í þessum efnum, telji það til bóta fyrir viðkomandi mál, að hver og einn nm. færi að leggja fram ákveðnar till. varðandi lausn á því máli sem sérstök n. hefur verið skinuð til að gera till. um. Ég held að þetta sé miður og ætti að fara sér a.m.k. hægt í vinnubrögð af þessu tagi.

Þegar ég talaði hér fyrr, þá gat ég þess, og það var í raun og veru eina efnisatriði till. sem ég ræddi þá, að ég gerði ráð fyrir að allir hv. þm. væru sammála um það sem stæði í þessari ályktun, að það skuli stefnt að jöfnun orkukostnaðar um land allt. Ég hygg að allir þm. séu um þetta sammála. Þetta var það eina, sem ég tjáði mig um að því er varðaði efnisatriði þessa máls. Það er því ekki rétt, sem hv, hm. Steingrímur Hermannsson sagði fyrr við umr., að ég hefði lýst eindregnum stuðningi við till. í heild.

Ég sagði jafnframt, að ég teldi að þessi þáltill. færi a.m.k. á snið við þau lög sem afgreidd voru hér á Alþ. varðandi Orkubú Vestfjarða, og ég er sömu skoðunar enn, þrátt fyrir þær umr. sem hér hafa farið fram, og brátt fyrir þann rökstuðning sem hv. 1. flm., Steingrímur Hermannsson, hefur komið með í þessu máli. Það er greinilegt á þessari þáltill., að hún stefnir ekki í sömu átt og lög um Orkubú Vestfjarða, enda þarf ég ekki að leiða fram sérstök rök að því, því að einn af meðflm. hv, þm. Steingríms Hermannssonar að þessari till., hv. þm. Halldór Ásgrímsson, gerði grein fyrir viðhorfum sínum til málsins fyrr við umr. Hann sagði m.a. að varðandi Orkubú Vestfjarða hefði átt sér stað stefnumörkun með þeim lögum, og það er vissulega rétt, — stefnumörkun á þann veg að Orkubúið á að annast öll stig raforkumála á Vestfjörðum. Og þessi hv. þm. sagði í áframhaldi af þessu: Þess vegna var ég á móti lögunum um Orkubú Vestfjarða, vegna þess að það er gert ráð fyrir samkv. lögum um Orkubúið að skipa þessum málum á annan veg en þessi þáltill gerir ráð fyrir. — Og hann bætti við, þessi hv. þm.: Það getur ekki eitt gilt í einum landshluta og eitthvað annað í öðrum. — Og þetta er alveg rökrétt hugsun hjá þessum hv. þm., en stangast gjörsamlega á við það sem 1. flm. þessarar þáltill. hefur sagt í þessu máli, ekki síst með tilliti til þess, að menn vissu ekki annað en að hv. þm. Steingrímur Hermannsson væri á öllum stigum þess máls, sem varðaði Orkubú Vestfjarða, samþykkur því sem þar var verið að gera, og hann lagði blessun sína yfir og greiddi atkv. með þeim lögum. Og hið sama gerði hv. þm. Gunnlaugur Finnsson.

Ég verð því að líta svo á að hafi þeir hv. þm. Steingrímur Hermannsson og Gunnlaugur Finnsson verið þessarar skoðunar þegar lög um Orkubú Vestfjarða voru afgreidd og ákveðin, þá hafi þeir annað tveggja verið með sýndarmennsku að því er varðar afstöðuna til Orkubúsins eða þá að þeir hafa skipt um skoðun frá því, og kannske er þá komin fram ástæða fyrir því, hversu treglega virtist ganga að hrinda í framkvæmd lögum um Orkubú Vestfjarða. Kannske þessi tröppugangur, sem á því hefur verið, hafi verið vegna þess að þm. Framsfl. almennt og þar með taldir líklega hæstv. ráðh. hans hafi almennt verið á móti lögum um Orkubú Vestfjarða. Öðruvísi verður þetta ekki skilið eins og umr, um þessi mál hafa hér fram farið. Og sé þetta svona, þá hefur verið hér á ferðinni einhver mesta sýndarmennska að því er varðar afstöðu til mála sem a. m, k. lengi hefur verið viðhöfð hér á Alþingi.

Hv. þm. Halldór Ásgrímsson hefur tekið það ómak af mér að gera sérstaklega grein fyrir þeirri skoðun minni, að þessi þáltill., eins og hún gerir ráð fyrir varðandi skipulag orkumála, stefni raunar þvert á lög um Orkubú Vestfjarða. Ég er hv. þm. Halldóri Ásgrímssyni alveg sammála um þessa túlkun hans á þessu og get tekið undir það, en þarna greinir þá flokksbræður greinilega verulega á að því er varðar afstöðu til þessa máls. Og það er auðvitað fleira, sem þarna kemur til, sem ekki er kannske ástæða til að ræða sérstaklega, en heildarstefnan, heildarmarkmiðið, sem lög um Orkubú Vestfjarða gera ráð fyrir, er ekki á þann sama veg og þessi þáltill. ætlar.

Það var ýmislegt fleira, sem kom fram í þessum umr. Hv. 1. flm. þessarar till., Steingrímur Hermannsson, greindi frá því, að hér væri um að ræða stefnumótun miðstjórnar Framsfl. í orkumálum, — stefnumótun sem var, eftir því sem ég best veit, samþ. af Framsfl, áður en lög um Orkubú Vestfjarða voru afgreidd hér frá Alþ. Enn styrkir þetta þá skoðun mína, að um sýndarmennsku hafi verið að ræða hjá þessum hv. tveimur þm., sem stóðu að Orkubúi Vestfjarða, varðandi afstöðuna til þess, vitandi vits, og hafa þeir samþ. aðra stefnu í orkumálum innan vébanda Framsfl. heldur en Orkubúið gerði ráð fyrir. Vitandi vits um þetta samþ. þeir Orkubúið á hverju einasta stigi sem það mál var til afgreiðslu á sínum tíma. Enn óskiljanlegra verður þetta þegar höfð eru í huga orð hv. þm. Páls Péturssonar, sem hann viðhafði hér fyrr við þessa umr., á þá leið, að þessi stefna Framsfl. í orkumálum hafi náðst fram vegna ágætrar forustu Steingríms Hermannssonar um mótun þessarar stefnu innan flokksins, — mótun þeirrar stefnu varðandi raforkumál, innan flokksins, sem stefnir þvert á þær ákvarðanir sem þessi hv. þm, hefur áður tekið.

Ég held að það sé því ljóst, að annaðhvort hafa átt sér stað sinnaskipti varðandi afstöðu þessara hv. þm. til málsins eða þá að þeir hafa leikið tveimur skjöldum varðandi afgreiðsluna á lögum Orkubú Vestfjarða.

Ég sagði hér fyrr við umr., að þessi þáltill. gerði t.d. ekki ráð fyrir sams konar afgreiðslu eða stefnu varðandi hitaveitumálin eins og er í lögum um Orkubú Vestfjarða. Ég vil einnig bæta því við, að í lögum um Orkubú Vestfjarða er einnig ráð fyrir því gert, að það fyrirtæki, sem þar er um að ræða, eigi og reki fjarvarmakyndistöðvar. Um slíkt er ekki að ræða í þessari þáltill., eftir því sem ég best sé. (Gripið fram í.) Hvernig sem á þetta mál er litið, þá held ég að enginn geti gengið fram hjá því, að þessi þáltill. um skipulag orkumála gengur þvert á lög um Orkubú Vestfjarða.

Ég vildi við þessa umr. koma þessum aths. á framfæri, vegna þess að ég gerði ekki verulega grein fyrir þessum sjónarmiðum mínum fyrr við umr., og það var af þeirri ástæðu, að ég taldi rétt að hæstv. iðnrh. gæfist kostur á að ræða þetta mál, og þá var því frestað, en nú hefur hæstv. ráðh, gert grein fyrir viðhorfum sinum varðandi málið.

Ég vil þó aðeins bæta því við, að ég lét þau orð falla hér fyrr við umr, varðandi vinnubrögðin, að ég ætti sæti í n. undir forustu hv. þm. Steingríms Hermannssonar, hinni svokölluðu milliþn. í byggðamálum sem er nú búin að starfa alllengi án þess að í raun og veru hafi mikið frá henni komið eða mikið í henni gerst. En ég lét þess getið að í þeirri n, hefði það komið fram hjá formanninum, að það væri heldur óæskilegt að einstakir nm, væru að flytja sérstaklega mál hér inn í þingið sem heyrðu undir það verkefni sem þessi n. ætti að vinna að. Ég tel að á sama hátt sé óeðlilegt að hv. þm. Steingrímur Hermannsson, að vísu undir formennsku annars þm, í annarri n., sé með tillöguflutning að því er varðar skipulag orkumála, með hliðsjón af því að hann á sæti í þeirri n, sem um það mál á að fjalla.

Ég skal ekki, herra forseti, hafa öllu fleiri orð hér um, en aðeins til gamans er e.t.v. rétt að lokum að vekja á því athygli eða kannske frekar spyrjast fyrir um það, sem kom fram hjá hv. þm. Páli Péturssyni í framhaldi af því, þegar hann var búinn að lýsa hinum góðu kostum hv. þm. Steingríms Hermannssonar til þess að laða fram sameiginleg sjónarmið Framsfl. varðandi skipulag orkumála, — í framhaldi af þessu fór hv. þm. Páll Pétursson að tala um Sigöldu sem hefði verið virkjuð of stórt. Ég veit ekki annað en að hv. þm. Steingrímur Hermannsson hafi verið samþykkur þeirri framkvæmd. Og í framhaldi af því nefndi hv, þm. Páll Pétursson járnblendiverksmiðjuna í Hvalfirði sem hefði verið ákveðið að reisa vegna þess, hversu stórt var virkjað við Sigöldu, Ég veit ekki betur en að hv, þm. Steingrímur Hermannsson hafi samþ. þá framkvæmdi einu og öllu. En síðan bætti þessi hv. þm. því við, að það hefði verið nær að flytja það rafmagn, sem fékkst við Sigölduvirkjun, til Norðurlands. Kannske hefur þetta líka verið að frumkvæði eða undir forustu hv. þm, Steingríms Hermannssonar sem aðalsérfræðings þeirra framsóknarmanna í orkumálum og skipulagi þeirra. Það er nú kannske frekar til gamans að þetta er nefnt hér, en þetta kom mér svona fyrir sjónir, vegna þess að hv. þm. Páll Pétursson greindi frá þessu í áframhaldi af þeirri hinni ágætu lýsingu sinni á hæfileikum hv. þm, Steingríms Hermannssonar til þess að veita skipulagi orkumála innan Framsfl. brautargengi.