05.12.1977
Neðri deild: 25. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 961 í B-deild Alþingistíðinda. (711)

103. mál, gjaldþrotalög

Iðnrh. (Gunnar Thoroddsen):

Herra forseti. Hv. 8. landsk., Sighvatur Björgvinsson, drap hér á lög frá 1974 um ábyrgð ríkissjóðs á kaupgreiðslum vegna gjaldbrotaskipta. Það höfðu verið nokkur brögð að hví áður. að starfsmenn fyrirtækja fengu ekki laun sín greidd, ef vinnuveitandinn varð gjaldþrota. Þessi lög frá 1974 voru því til mikilla bóta og hafa þegar komið að gagni. Við framkvæmd þeirra hafa hins vegar komið í ljós nokkrir annmarkar á lögunum. M.a. kom það fyrir nýlega, að starfsmaður hafði ekki fengið greidd laun og engar eignir til í þrotabúi atvinnurekandans. Í fyrstu mun honum hafa verið synjað um greiðslu úr ríkissjóði vegna þess að slíkt væri ekki samrýmanlegt orðanna hljóðan í lögunum. En við endurskoðun þess máls tókst með frjálslegri túlkun laganna í samræmi við anda þeirra að leysa þetta mál, þannig að þessi starfsmaður fékk greiðsluna.

Þessi mál heyrðu undir félmrn., og við afgreiðslu þeirra þótti mér sýnt, að það yrði að endurskoða þessi lög. Hafa verið gerðar ráðstafanir til þess að sú endurskoðun hefjist, og þá munu að sjálfsögðu teknar til athugunar einni, þær ábendingar sem hv. þm. bar hér fram.