13.12.1977
Sameinað þing: 30. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1095 í B-deild Alþingistíðinda. (780)

1. mál, fjárlög 1978

Geir Gunnarsson:

Herra forseti. Frv., sem flutt eru á Alþ., eru að jafnaði tekin til umfjöllunar í n. eftir að 1. umr. lýkur og síðan tekin til 2, umr, þegar viðkomandi n. hefur komist að niðurstöðu um afgreiðslu málsins. N. í heild eða nefndarhlutar gefa þá út nál. til útskýringar á afstöðu sinni til endanlegrar afgreiðslu málsins. 2, umr. er ætluð til raunverulegrar umfjöllunar um viðkomandi frv, og til þess ætlast að þm., bæði nm, og aðrir, geti á því stigi haft heildaryfirsýn yfir málið og till. n. um afgreiðslu þess. Ef mál er ekki svo upplýst að fyrir liggi a.m.k. aðalatriði þess yrði 2. umr, á því stigi ekki annað en formsatriði, hinni raunverulegu umfjöllun og afgreiðslu frestað til 3. umr. og í raun ógerlegt að fjalla um viðkomandi mál í nál. fyrir 2, umr. 2. umr. yrði þá aðeins sýndarumræða.

Ég hygg að oftast hafi verið farið að við afgreiðslu þingmála eins og hér er lýst. Nefndir skila nál. þegar nauðsynlegar upplýsingar hafa fengist og raunverulegur grundvöllur er til að taka málið til 2. umr.

En varðandi eitt veigamesta mál. sem hvert þing fjallar um, fjárlagafrv., hefur sótt í það horf, að algjörlega er nú orðið óviðunandi. Vissulega hefur oft oltið á ýmsu um málsmeðferð í sambandi við afgreiðslu fjárl. og lausn vandamála ekki legið fyrir við 2. umr. 1974 og 1975 fór 2. umr, ekki fram fyrr en 16. des, og 1974 voru aðeins tveir starfsdagar milli 2. og 3. umr. og sjá allir, hver aðstaða fjvn, hefur þá verið til starfa.

Ég rakti þessi vinnubrögð bæði í fyrra og hittiðfyrra, og sérstaklega hve á skorti að þau gögn, sem eru grundvöllur við afgreiðslu ýmissa málaflokka, væru lögð fyrir n. í tæka tíð. Í fyrra hafði vegáætlun ekki verið lögð fram þegar 2. umr. fór fram. Sama gerist nú. Lánsfjáráætlun, sem bæði í fyrra og í ár var heitið í nóv., sást ekki í fjvn. né var rædd þar fyrir 2, umr. í fyrra og nú fengu fjvn: menn prófarkir af lánsfjáráætlun senda heim sem trúnaðarmál s.l. sunnudagskvöld eflir að n, hafði hætt störfum fyrir 2, umr. Nú er verið að útbýta því plaggi á þessum fundi.

Ég ræddi í fyrra og hittiðfyrra um óviðunandi vinnubrögð hæstv. ríkisstj. við afgreiðslu fjárl., vinnubrögð sem bitna á n. allri, meiri hl. jafnt sem minni hl. En svör hæstv. fjmrh. báru með sér að hann taldi ekkert athugavert og því var ljóst að lítil von var til þess, að úr yrði bætt meðan hann fjallaði um afgreiðslu fjárlaga.

Því miður hefur nú komið í ljós, að lengi getur vont versnað. Það hefur vissulega oft verið svo, að við 2, umr. um fjárl. hefur lausn þess vanda að koma saman endum á fjárl. ekki legið fyrir í öllum atriðum og ég hef ekki búist við því nú heldur. Á hinn bóginn hefur stjórnarandstaðan á hverjum tíma talið fært að gefa út nál. við 2, umr., vegna þess að hún hefur átt þess kost að fá upplýsingar um vandann, um það hvað á því stigi hefur skort á til að endar næðu saman og hvaða áhrif breyttar forsendur frá samningu fjárlagafrv. hafa haft á einstaka útgjaldaliði. Við því hafa fengist svör hafi verið um það spurt.

Nú hefur öllum landslýð verið ljóst að það fjárlagafrv., sem lagt var fram í haust með 1700 millj. kr. rekstrarafgangi, er markleysa í dag. Fjölmiðlar hafa hent á lofti ýmsar tölur um óumflýjanlegar hækkanir einstakra útgjaldaliða á fjárl. svo að í heild nemur nálega eða um það bil 11/2 tug milljarða kr. eða meira, en ýmsar tölur hafa verið nefndar. Jafnframt hefur verið ljóst að vegna breyttra forsendna og meiri þjóðarútgjalda í krónutölu á næsta ári en gert var ráð fyrir í forsendum fjárlagafrv. hækka tekjur verulega. Fjvn. hefur eytt nær tveimur mánuðum í að hlusta á einstaka aðila bera fram óskir sínar um fjárveitingar á fjárl. Fyrsta afgreiðsla n. fór svo loks fram s.l. föstudag, 9. des., en um grundvallaratriðin, þann vanda, að forsendur frv, fyrir tekjum og gjöldum ríkissjóðs á næsta ári eru gjörbreyttar, fengust ekki upplýsingar.

Um þennan vanda hafa stjórnarflokkarnir fjallað að undanförnu, en engar upplýsingar hafa verið lagðar fyrir stjórnarandstöðuna, hvorki þingflokka né nm. í fjvn., að öðru leyti en því, að samkvæmt sérstakri beiðni minni hl. n. komu fulltrúar Þjóðhagsstofnunar á fund fjvn. s.l. laugardag og greindu munnlega frá horfum um tekjur ríkissjóðs á næsta ári miðað við breyttar forsendur frá gerð fjárlagafrv.

Forstöðumaður Þjóðhagsstofnunar tók sérstaklega fram að hann gerði ráð fyrir því, að fulltrúi fjárlaga- og hagsýslustofnunar, sem sat fundinn, mundi síðan gera grein fyrir áhrifum breyttra þjóðhagsforsendna á einstaka útgjaldaliði. Þegar minni hl. n. gekk síðan eftir því, að þessar upplýsingar yrðu veittar, var neitað um þær, beinlínis neitað um að upplýsa hver áhrif breyttar forsendur hefðu á útgjaldaliði fjárlagafrv. Það er því ekki aðeins svo, að fjvn. eða minni hl. hennar fær fyrir 2. umr, engar upplýsingar um fyrirætlanir hæstv. ríkisstj. um það, á hvern veg hún hyggst afgreiða fjárlög, og látum það vera, heldur fást engar upplýsingar um hver áætla megi áhrif breyttra forsendna á einstaka útgjaldaþætti í rekstri ríkissjóðs áður en nm. eiga að geta út nál. og ræða fjárlagafrv. við 2. umr, hér á hv. Alþ. Svo heyrir maður í fjölmiðlum í gærkvöld að fjvn. hafi að undanförnu verið að fjalla um, hvernig brúað verði það bil sem nú er talið vera á milli tekna- og gjaldahliða frv. Það eru tíðindi fyrir mig að þessi vandi hafi verið ræddur í fjvn. Það hefur a.m.k. ekki verið gert í þeirri fjvn. sem ég er í. En það hefur reyndar borið æ meira á því að undanförnu, að meiri hl. n. líti á fundi hjá meiri hl. sem fjvn.-fundi, og eflaust og vonandi hafa þeir rætt þann vanda sem ekki hefur fengist svo mikið sem skýrt frá í n. sjálfri.

Þegar þannig er að málum staðið er hverjum manni ljóst að sú ákvörðun að láta 2. umr. um fjárl. fara fram við þessar aðstæður er ákvörðun um að sú umr. verði einungis sett á svið til að fullnægja því sem formsatriði að þrjár umr. fari fram um fjárlagafrv. Það er algjörlega fráleitt að gera ráð fyrir því, að minni hl. fjvn. geti í raun skilað nál. um afgreiðslu fjárlagafrv. þegar engar upplýsingar hafa fengist um þann vanda sem við er að etja. 2. umr, getur ekki átt að snúast um það eitt að skipta fjárveitingum á einstök verkefni í nokkrum framkvæmdaflokkum. Við, sem skipum minni hl. fjvn., höfum því verið á einu máli um það að gefa ekki út nál. nú fyrir þessa svokölluðu 2. umr. Til þess er enginn grundvöllur og enginn grundvöllur til að ræða fjárlagaafgreiðsluna sem slíka á þessum fundi.

Ég vil láta það koma skýrt fram að í þessu efni tel ég að ekki sé við form. n. eða þá meirihlutamenn að sakast. Samvinnan við þá alla hefur verið með ágætum og ég flyt þeim þakkir fyrir hana og þá sérstaklega hinum nýkjörna form., hv. 6, þm. Suðurl., Steinþóri Gestssyni, fyrir lipurð og tillitssemi í þeim málum sem hann hafði aðstöðu til að leysa. Sú afstaða, sem við hljótum óhjákvæmilega að taka, að gefa ekki út nál. fyrir 2. umr., beinist á engan hátt að störfum hans í n. Hans verk hefur verið heldur óskemmtilegt og ekki bjóðandi svo ágætum manni, þegar engin gögn hafa fengist frá ráðvilltri ríkisstj. og beðið hefur verið eftir ákvörðunum stjórnarflokkanna svo lengi, en án árangurs, að n. hefur komist í algjört tímahrak og setja verður á svið 2. umr., þótt engin forsenda sé til þess önnur en sú nauðsyn sem stjórnarflokkarnir telja á því að afgreiða fjárl. fyrir jól. Ég veit að enginn hefði fremur en form. n. óskað eftir því, að hæstv. ríkisstj. hefði tekist að standa að málum á annan hátt.

Þótt það markmið að afgreiða fjárl. fyrir jól sé eftirsóknarvert getur það þó ekki orðið slíkt aðalatriði, að afgreiðsla fjárl. sé höfð með þeim einstæða hætti sem hér er gert þegar fjárlagafrv. er tekið til 2. umr, og ætlast til þess, að nefndarhlutar skili áliti án þess að veittar hafi verið grundvallarupplýsingar um þann vanda, sem við er að etja við fjárlagaafgreiðsluna, hvað þá að vandamálið hafi verið lagt fyrir n, eða rætt þar. Ég hef t.d. fyrir löngu beðið um upplýsingar um hverjar séu nýjustu áætlanir um útgjöld almannatrygginga miðað við breyttar forsendur frá gerð fjárlagafrv. Þær upplýsingar hafa ekki fengist, þótt margsinnis hafi verið eftir þeim gengið, frekar en fengist hafa upplýsingar um áhrif nýrra kjarasamninga á launaliði frv. Hver getur með nokkru mótt ætlast til þess, að fjallað sí: um fjárlagafrv, við 2, umr. þegar fjvn. eða a.m.k. minni hl. hennar hefur ekki fengið upplýsingar um slík grundvallaratriði, þótt um hafi verið beðið?

Það fjárlagafrv., sem hér er till umr., er hið 15. sem ég tek þátt í að fjalla um í fjvn , og mér er annt um þessa nefnd, að hún skili frá sér fjárlagafrv, með eðlilegum hætti og svo fljótt sem aðstæður leyfa, og ég tel mig hafa unnið að því, hverjir sem farið hafa með meiri hl. hverju sinni. Það þarf því æðimikið til og vinnubrögð og starfsskilyrði þurfa að vera býsna langt frá því að vera viðunandi til þess að ég sjái mig til neyddan að bregðast við með þeim hætti að gefa ekki út nál. við 2, umr., enda hefur það ekki borið til áður. En sú afstaða beinist ekki gegn þeim, sem skipa meiri hl. n. eða gegn form. hennar, eins og ég hef áður tekið fram.

Öllum er ljóst að orsökin til þess, að störfin í fjvn. hafa ekki getað farið fram með eðlilegum hætti að þessu sinni og 2. umr. er ekki tímabær þegar hún er látin fara fram, er ráðleysi hæstv. ríkisstj. Hún hefur dregið of lengi að koma með nauðsynlegustu upplýsingar og úrræði í þeim vanda sem hún hefur sjálf valdið með stjórnleysi í efnahagsmálum. Allar aðgerðir hæstv. ríkisstj, í efnahagsmálum hafa miðað að því, að halda niðri eða draga úr kaupmætti launa, en til þess hefur verið beitt ráðstöfunum. sem valda hækkuðu verðlagi, þ.e.a.s. gengislækkunum. veltuskattshækkunum, vaxtahækkunum og öðrum hliðstæðum verðbólguhvetjandi aðgerðum. Þess vegna hefur verðbólgan numið ríflega 30% á ári þótt verðlag innfluttrar vöru hafi einungis hækkað um 6–6% á ári s.l. 3 ár. Þess vegna er niðurstaðan sú nú í lok kjörtímabils hæstv. ríkisstj., að þrátt fyrir sífellt hækkandi verðlag útflutningsvara umfram verð innflutnings s.l. tvö ár, þrátt fyrir mjög verulega magn- og verðmætisaukningu útflutningsvöru ríkja hér efnahagsvandræði, en úrræðaleysið er slíkt, að við svokallaða 2. umr. um fjárl. hefur fjvn, engin grein verið gerð fyrir þeim vanda sem efnahagsstefna hæstv. ríkisstj, hefur valdið ríkissjóði í þessu mesta góðæri varðandi ytri aðstæður sem þjóðin hefur lifað. Þeir, sem halda um stjórnvöl þjóðarskútunnar, hafa siglt í strand í birtu og blíðviðri.

Ríkissjóði hefur á því kjörtímabili, sem nú er að ljúka, verið haldið gangandi með beinni seðlaútgáfu Seðlabankans. Skuld ríkissjóðs við Seðlabankann nemur um 13.5 milljörðum kr. og hefur hækkað á hverju ári, enda þótt skattheimtan hafi verið miðuð við lækkun skuldarinnar. Þessi fasta skuld, talsvert á annan tug milljarða, brýtur í bága við lög um Seðlabankann þar sem sérstaklega er tekið fram, að bankanum sé einungis heimilt að lána ríkissjóði til skamms tíma, og við það miðað að slík lán greiðist upp í lok hvers fjárhagsárs. Þannig hefur óstjórn stjórnarflokkanna í efnahagsmálum valdið: 1) óðaverðbólgu þrátt fyrir mjög væga hækkun innfluttra vara, — verðlagshækkanir innanlands eru 5–6 sinnum meiri en verðbreytingar á innflutningsvöru; 2) stórfelldri skuldasöfnun erlendis á sama tíma og viðskiptakjör fara sífellt batnandi og verðmætasköpun er meiri en nokkru sinni fyrr; 3) mikilli skuldasöfnun ríkissjóðs hjá Seðlabankanum, þrátt fyrir meiri skattheimtu en nokkru sinni fyrr, og 4600 millj. kr. vaxtakostnaði af þeirri skuld á kjörtímabilinu. Afleiðingarnar af öllu saman eru hugmyndir um enn nýja skattheimtu, þ. á m. um tvöföldun sjúkratryggingagjalds og enn frekari niðurskurð fjárveitinga til samfélagslegra framkvæmda, en vinnubrögðin þau, að fjárlagafrv, er tekið til sýndarumræðu, sem kölluð er 2. umr. um fjárlagafrv., án þess að nm. í stjórnarandstöðu í fjvn, fái umbeðnar upplýsingar um þann vanda sem stjórnarstefnan hefur valdið varðandi afkomu ríkissjóðs á næsta ári. Á þessu stigi er því um ekkert annað að fjalla en þá skiptingu á framkvæmdafé til nokkurra málaflokka, sem stjórnarflokkarnir hafa talið hæfilegt að leggja fyrir þennan fund sem fundarefni í stað raunverulegrar 2. umr. um fjárlagafrv. Hér á einnig að fjalla um nokkrar brtt . sem samtals nema 125 millj. kr., þegar allt bendir til þess að sveiflurnar frá frv. gætu í raun numið yfir 15 milljörðum eða 17 milljörðum kr., hverjar sem nettóbreytingarnar verða. Þetta sýnir m.a. hversu fráleit þessi umr. er sem 2. umr. um fjárlög.

Þrátt fyrir verulega hærri kostnaðargrundvöll nú en gert er ráð fyrir í fjárlagafrv. eru framkvæmdaframlög. sem gerð er till. um skiptingu á óbreytt frá fjárlagafrv. Í hafnamálum þýðir það að nýlega framlögð hafnaáætlun fyrir árin 1977– 1980 er að því er varðar árið 1978 skorin niður um 1/4 áður en áætlunin kemur til umr. á Alþ. Á tímum vinstri stjórnarinnar voru veitt mjög veruleg fjárframlög til sérstakra hafnaaðgerða í Grindavík, Þorlákshöfn og í Höfn í Hornafirði til viðbótar almennu hafnarframkvæmdafé. Ekkert verður nú, frekar en fyrr á þessu kjörtímabili, af efndum á fyrirheiti hæstv. samgrh um fjárhæðir ámóta að verðgildi og veittar voru í þessar sérstöku framkvæmdir, sem nokkur sveitarfélög nutu, kæmu, þegar þeim lyki, áfram til viðbótar við almennt framkvæmdafé og féllu þá í hlut annarra sveitarfélaga. Öll verða þessi fyrirheit að engu í vesaldarafkomu ríkissjóðs í óðaverðbólgunni þrátt fyrir hinar hagstæðu ytri aðstæður. Hinar almennu framkvæmdafjárveitingar til hafna hafa þar á ofan stórrýrnað að verðgildi. Nú eru það stóriðjuframkvæmdirnar sem njóta forgangs í hafnamálum. langstærsta fjárveiting til einstakrar hafnar er 250 millj. kr. fjárveiting til hafnarframkvæmda við Grundartanga, en fiskiskipahafnirnar eru í framkvæmdasvelti.

Framlög til byggingar grunnskóla og íbúða fyrir skólastjóra námu á fjárlögum 1974 658.4 millj. kr. Jafngildi þeirrar upphæðar 1978 væri nær 2300 millj. kr., en hér er gerð till. um 1376 millj. kr, fjárveitingu. Upphæðin þyrfti að hækka um 67% til að vera jafngildi og fyrir 4 árum og er þá ekki tekið tillit til fólksfjölgunar.

Ég mun ekki fjalla frekar um þessa málaflokka, þar sem svo er staðið að málum af hálfu stjórnarflokkanna varðandi 2, umr. sem raun ber vilni. En þar sem nú á að afgreiða framlög til stofnkostnaðar fjölbrautaskóla vil ég vekja athygli á brtt. sem ég flyt ásamt hv. 1. landsk. þm., Jóni Árm. Héðinssyni, og hv. 3. þm. Reykn., Gils Guðmundssyni, um að framkvæmdaframlag til Fjölbrautaskóla Suðurnesja hækki úr 35 millj. kr. í till, fjvn. í 65 millj, kr.

Ég gerði við 1. umr. grein fyrir því, að algjörlega er óhjákvæmilegt að á næsta ári, fyrir næsta haust, verði byggð hæð ofan á hús fjölbrautaskólans til þess að unnt sé að veita viðtöku þeim 120–140 nýju nemendum sem munu leita eftir inngöngu í skólann fyrir næsta skólaár, en þeir verða hrein viðbót við nemendafjöldann, þar sem fyrstu nemendur útskrifast vorið 1979 og þá hefur skólinn náð sinni eðlilegu stærð. Óhætt er að fullyrða, að af þeim framkvæmdum, sem ríkissjóður veitir framlög til á Suðurnesjum, er þetta mál málanna og mikil og algjör samstaða Suðurnesjabúa um framgang þessa máls.

Það kom fram á fundi fjvn, frá fulltrúa menntmrn., að till. þess rn. um fjárveitingu til byggingarframkvæmda við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hefði verið 30 millj. kr., 5 milli. kr. eru ætlaðar til greiðslu á tækjum, sem þegar hafa verið keypt, og þá miðað við að framkvæmdin, bygging hæðar, taki tvö ár. Aðspurður um, hvort till. menntmrn. byggðist á því að vandanum varðandi skólavist fyrir nýja nemendur næsta haust ætti að mæta með takmörkun á nemendafjölda, svaraði fulltrúi menntmrn. játandi. Það er í þessu sambandi athyglisvert, að á sama tíma og það er yfirlýst stefna menntmrn. að beita takmörkunum á inngöngu nemenda í fjölbrautaskólann á Suðurnesjum og vísa þeim frá eru till. gerðar um fjárveitingu til byggingar héraðsskóla þar sem nemendum fækkar. Til að tryggja að fyrir húsnæði verði séð á Suðurnesjum fyrir þá nemendur, sem leita inngöngu í fjölbrautaskólann næsta haust, leggjum við flm, brtt, til, að framlag til byggingarframkvæmdanna verði 60 millj. kr., og er sú fjárhæð æðiknöpp. Ég vænti þess að hv. alþm. sjái til þess að komið verði til móts við óskir allra Suðurnesjamanna í þessu máli með því að samþ. brtt. Enn fremur fer ég fram á það við hæstv. fjmrh., sem hefur látið hugmyndina um 30 millj. kr. fjárveitingu til byggingarframkvæmda nægja í þessu efni, að hann lýsi því yfir hér á þessum fundi eða við atkvgr., að verði till. um lægri fjárveitingu, 30 millj. kr. til byggingaframkvæmda, samþ., en Suðurnesjamönnum takist að útvega fé með lántökum eða framlögum sveitarfélaga umfram lögbundin framlög á móti ríkissjóði, verði af hálfu fjmrn. heimilað að vinna að framkvæmdum í þeim mæli sem það fé dugir til, — 30 millj. kr. framlag ríkisins, sem er ónóg fjárveiting, teljist þannig ekki um leið takmörkun á heimiluðum byggingaráfanga á næsta ári, heldur verði Suðurnesjamönnum heimilað að stofna til skuldbindinga ríkisins umfram það, ef þeim tekst að útvega lánsfé eða viðbótarframlög sveitarfélaga.

Ég stend ekki að fleiri brtt. við þessa svokölluðu 2. umr. um fjárlagafrv., en ítreka mótmæli mín og okkar minnihluta í fjvn. við þeim vinnubrögðum, sem hæstv, ríkisstj. hefur viðhaft við afgreiðslu fjárl., að neita fulltrúum minni hl. um upplýsingar um þann vanda, sem óstjórnin í efnahagsmálum hefur komið ríkissjóði í, en ætlast til þess á sama tíma að fjárlagafrv. sé tekið til 2. umr.