13.12.1977
Sameinað þing: 30. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1158 í B-deild Alþingistíðinda. (791)

1. mál, fjárlög 1978

Lárus Jónsson:

Herra forseti. Það væri freistandi að fara út í almennar umr. hér um fjárlagadæmið og fjárlagaafgreiðsluna, einkum ræðu hv. þm. Lúðvíks Jósepssonar, en mér datt í hug, þegar hann var að lýsa viðskilnaði vinstri stjórnarinnar, að hann hefði sómt sér vel sem aðalpersóna í kómedíu eftir hv. þm. Jónas Árnason. Hann hældi sér mikið af því, að vinstri stjórnin hefði skilið svo vel við, og spurði mjög eftir því, hvaða ráð væru nú fram undan, Það var engu líkara en hann væri að ráðleggja hæstv. núv. ríkisstj. að fara svipaða leið og vinstri stjórnin gerði á sínum tíma, en eins og hv. þm. muna, þá afnam hún eða frestaði, eins og það var kallað, vísitöluákvæðum kjarasamninga, sem gerðir voru í jan. 1974. (Gripið fram í.) En það er nú önnur saga. Og vera má að hv. þm. hafi átt við það, að núv. hæstv. ríkisstj. ætti að taka til þessara merku ráða sem sú ríkisstj. greip til á sínum tíma. En ég ætla að reyna að falla ekki fyrir þeirri freistingu að fara hér út í þessa sálma.

Ástæðan fyrir því, að ég brá út af vana mínum sem meirihlutamaður í fjvn. og tek til máls við þessa umr., er það einkennilega sjónarspil, sem ég vil kalla, sem hv. stjórnarandstæðingar hafa hér sett á svið varðandi vinnubrögðin í fjvn. að þessu sinni. En öll megináhersla hv. stjórnarandstæðinga í þessari ágætu n., sem ég tel að við höfum átt mjög góða samvinnu í eins og áður, — öll megináhersla hefur verið lögð á það atriði, að þeim hafi verið beinlínis neitað um upplýsingar í n. Þeir hafa tilfært hér þau rök fyrir þessum fullyrðingum sínum, að fulltrúi fjárlaga- og hagsýslustofnunarinnar hafi neitað að gefa þeim þessar upplýsingar um útgjaldahlið frv., hvernig sú hlið frv. breyttist. Og þeir mótmæla þessum upplýsingaskorti með því að skila ekki nál. við 2. umr. og bæta því við, að umr. sé nánast skrípaleikur eða mjög óvenjuleg a.m.k.

Ég vil gera nokkrar athugasemdir við þennan málflutning. Ég vil í því sambandi taka það skýrt fram, að ég álit hér um mikinn misskilning að ræða. Það má vel vera að hægt sé að færa það á reikning annaðhvort meiri hl. eða minni hl, fjvn., að þessi mistök hafi átt sér stað, en ég álít a.m.k. að minni hl. fjvn. hefði getað fengið þennan misskilning leiðréttan á mjög einfaldan hátt.

Á fund fjvn, s.l. laugardag kom forstjóri Þjóðhagsstofnunar og gaf upplýsingar um breyttar þjóðhagsforsendur fjárlagafrv. og helstu breytingar á tekjuhlið frv. Þar kom fram, að tekjurnar mundu á ákveðnum, tilteknum forsendum, sem skýrðar voru á fundinum, hækka um rúma 10 milljarða kr. Þetta skilst mér að sé nýmæli á síðari árum, að forstjóri Þjóðhagsstofnunar komi fyrir 2. umr, og veiti slíkar upplýsingar.

Áður fyrr var tekjuhlið fjárlagafrv. alls ekki rædd í fjvn. fyrir 2. umr., og ég leyfi mér að vitna til orða fyrrv, form. fjvn., hv. þm. Geirs Gunnarssonar, þegar hann flutti framsögu við 2. umr, fyrir nál. meiri hl, fjvn. 1974. Ég hef ekki ummæli hans orðrétt, en ég held ég muni þau efnislega. Hann segir þar, að það sé ekki eðlilegt að fyrir liggi fyrir 2. umr. endanlegar upplýsingar um tekjuhlið fjárlagafrv., einkum og sér í lagi eftir að nýgerðir kjarasamningar liggja fyrir, eins og þá var raun á. Hann er þarna aðeins að benda á venju, sem áður hafði tíðkast, og staðreyndir, sem ég veit að hann viðurkennir að eru réttar, Þess vegna álít ég að þau vinnubrögð, sem tekin hafa verið upp einmitt í seinni tíð, að það sé reynt að láta alla fjvn., hvort sem um minni hl. eða meiri hl. er að ræða, hafa þessar upplýsingar um tekjuhliðina, eins réttar og hægt er, fyrir 2. umr., hafi verið mjög til bóta og þeim mun hæpnara að setja þetta sjónarspil á svið nú, þegar ég lít svo á að þetta hafi verið gert jafnvel ljósar en oft áður. Þó ekki væru lögð fram skrifleg gögn í sambandi við þetta mál kom ljóst fram, hver niðurstaðan var af endurskoðun Þjóðhagsstofnunar á tekjuhlið frv. og þar með hver útkoman yrði úr tekjudæminu með alveg ákveðnum forsendum, þ.e.a.s. óbreyttum sköttum — þó að nokkru leyti breyttum, svo sem gerð var grein fyrir á fundinum.

Þegar forstjóri Þjóðhagsstofnunar hafði lokið greinargerð sinni, þá munu fulltrúar minni hl. fjvn. hafa beðið fulltrúa hagsýslustjóra um upplýsingar varðandi útgjaldaliði frv. og þá ætlast til þess að þeir fengju upplýsingar um hækkanir á þeim í ljósi kjarasamninga og annarra nýrra forsendna sem tengdust kjarasamningnum. Fulltrúi hagsýslustjóra, Sigurður Haraldsson, sem var þarna á fundinum, hafði ekki þessar tiltæku upplýsingar við höndina, hafði raunar ekki unnið í þessu máli og vísaði á hagsýslustjóra. Þetta hefur þessi ágæti maður staðfest í samtali við mig, því ég hafði samband við hann eftir að þessi umr, hófst.

Eftir þetta kom engin ósk frá minni hl. fjvn. um það, að hagsýslustjóri kæmi á fund og veitti þessar upplýsingar. (Gripið fram í: Þetta var lokafundur.) Þetta var lokafundurinn, en hann stóð lengi eftir að þetta gerðist.

Það má vel vera að meiri hl. n. hefði átt að óska þess, að hagsýslustjóri kæmi og gerði grein fyrir þessu fyrir alla n., og það má vel vera að þetta hafi verið mistök hjá okkur í meiri hl. En ég segi: ef það hefur verið svona mikið sáluhjálparatriði fyrir minni hl. að fá þessar upplýsingar, að heiður þingsins og þeirra þm. lægi við — ja, ég segi bara: ef menn eru orðnir svona óframfærnir, að þeir geta ekki lagt fram svona beiðni í fjvn., þá skil ég hvorki upp né niður í málinu. Ég held þess vegna að þarna hafi orðið misskilningur, sem ég skal ekkert frekar ræða um hvernig hafi á staðið og þetta sjónarspil sé nánast vafasamt. Vil ég þó engri rýrð kasta á þessa ágætu vini mína, sem ég vil kalla svo, sem sitja með mér í fjvn., bæði af hálfu meiri hl. og minni hl.

Ein viðbótarröksemd við þessu er auðvitað sú, að í nál. meiri hl. n., sem gefið var út og prentað og útbýtt hér á mánudegi, í gær, er sagt, að 17 milljarða útgjöld verði vegna nýrra samninga og áhrifa þeirra á launaliði og tryggingabætur. Haldi menn svo að við höfum ætlað að leyna þessu, en sett það svo í okkar nál.! Ég held því að þarna sé einhver misskilningur á ferðinni. Enn þú fráleitara er að halda því fram, að ríkisstj. hafi skipað okkur og fulltrúa fjárlaga og hagsýslustofnunarinnar að halda þessum upplýsingum. Það held ég að Hver og einn geti séð að er út í loftið.

En nú liggja allar þessar upplýsingar fyrir, jafnvel núna við 2. umr., sem hv. þm. Geir Gunnarsson taldi árið 1974 að væri ekki eðlilegt að lægju fyrir, Allar þessar upplýsingar liggja nú fyrir. Tekjudæmið liggur fyrir, það liggur fyrir hvernig útgjöldin hækka og það liggur fyrir að vandi Alþ. er á milli 6 og 7 milljarða, eftir því hvernig á það dæmi er litið. Og ég held að ég ljúki máli mínu með því að láta ljós þá ósk og von, að hv. þm. bæði úr minni hl. og meiri hl. fjvn. og hv. þm. almennt leggi sig nú í líma um að leysa þennan vanda, fyrst hann liggur á borðinu. Alla vega ætti að vera starfsaðstaða til þess þegar þessar upplýsingar liggja nú allar fyrir og þær ættu því að auðvelda mönnum að leysa þennan mikla vanda.

Að lokum vil ég aðeins á það minnast, sem kom fram í máli hv, þm. Helga F. Seljans. Ég var að mörgu leyti sammála því sem hann gerði hér að umtalsefni. Margt, sem kom fram í máli hans, er skoðun okkar allra í fjvn. En það var eitt atriði, sem hann minnti hér á, sem um var deilt í n. og menn höfðu misjafna skoðun á. Það er svokölluð flugskýlisbygging í Reykjavík, sem er í till. meiri h.l. n. með 70 millj. í stofnframkvæmd.

Mál þetta er þannig til komið, að það mun hafa verið selt flugskýli, sem er í eigu flugmálastjórnar, og í till. flugráðs, sem er kosið af Alþ. og er m.a. einn fulltrúi úr Alþb., Garðar Sigurðsson, kom það fram, að þessu fé skyldi varið í flugstöðvarbygginguna. Nú er það svo, að mér skilst að B-hlutafyrirtæki hafi jafnan haft nokkurn ráðstöfunarrétt á fjármunum sem komið hafa fyrir eignasölu. Að sjálfsögðu gæti fjvn. og Alþ. tekið fram fyrir hendur þeirra, en það mun þá; eftir því sem mér skilst. vera brot á hefð sem ríkt hefur mjög lengi. Auk þess er þarna um að ræða þingkjörna stjórn, þingkjörna nefnd, sem leggur þetta einróma til. Ekki veit ég betur en að flugrúð hafi lagt þetta einróma til. Af þessum sökum tók meiri hl. fjvn. þessa till. flugráðs alvarlega og vildi ekki víkja frá henni. Og í rauninni má svo segja, að flugráð hafi að þessu sinni gert mjög góða till. til fjvn, um skiptingu á því fjármagni, sem var til skipta, 600 millj, kr. til fjárfestinga í flugmálum. Till. þess voru vandaðri en nokkru sinni áður, mjög nákvæmlega unnar, og margt af því, sem í þeim till er, lýtur einmitt að öryggi í flugmálum. Öryggismál voru á blaði í till. flugráðs úti um allt land. Að öllum þessum forsendum fengnum fannst okkur í meiri hl. fjvn. ekki rétt að ganga gegn till. flugráðs um það, að þessum 70 millj. yrði varið til flugstöðvarbyggingar í Reykjavík.