14.12.1977
Efri deild: 26. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1224 í B-deild Alþingistíðinda. (834)

127. mál, innheimta gjalda með viðauka

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Með frv. því sem hér liggur fyrir er lagt til að ríkisstj. verði veitt tímabundin heimild til að innheimta ýmis gjöld, þ.e.a.s. fyrst og fremst nokkur stimpilgjöld með viðauka. undanförnum árum hefur slíkt frv. verið flutt árlega og heimildar Alþ. verið aflað til þess að gjöld þessi væru innheimt með óbreyttum viðauka, þ.e.a.s. 140%. Tekjur ríkissjóðs vegna innheimtu stimpilgjalda, þinglýsinga og aukatekna voru áætlaðar 1 milljarður 984 millj. kr. fyrir fjárlagaárið 1977. Samkv. frv. til fjárl. fyrir árið 1978 eru tekjur vegna sömu gjalda áætlaðar 2 milljarðar 345 millj. kr. og er þá miðað við, að áfram verði veitt heimild fyrir innheimtu gjalda með viðauka.

Ég tel rétt að greina frá því, að nú stendur yfir heildarendurskoðun laga um stimpilgjöld. fjh.- og viðskn. Alþ. hefur verið gerð grein fyrir því, hvernig að því starfi hefur verið unnið og hvernig það stendur nú. Væntanlega verður nýtt frv. til laga um stimpilgjöld lagt fram þegar að loknu jólaleyfi þm. Hér er um yfirgripsmikið lagafrv, að ræða og því ekki talið fært að leggja það fram nú fyrir jól, á mesta annatíma þingsins. Því er enn einu sinni lagt til að ríkisstj. verði veitt hin hefðbundna heimild til að innheimta þessi tilteknu gjöld fyrir næsta fjárlagaár.

Herra forseti. Ég leyfi mér að leggja til, að þessu frv. verði að lokinni 1. umr. vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.