15.12.1977
Neðri deild: 31. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1322 í B-deild Alþingistíðinda. (922)

76. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Matthías Á. Mathiesen):

Herra forseti. Frv. það, sem hér er til umr., er flutt í hv. Ed. til staðfestingar á brbl. sem út voru gefin s. I. sumar í samræmi við þá yfirlýsingu, sem ríkisstj. gaf varðandi skattamál þegar samningar höfðu tekist á hinum almenna vinnumarkaði.

Í hv. Ed. var gerð breyting á frv. skv. till. fjmrn. Annars vegar er það 2. gr. frv., þar sem gerð er breyting á skattþrepum til eignarskatts í samræmi við þá hækkun sem um næstu áramót verður á fasteignamati. Er gert ráð fyrir að fasteignamatshækkun verði á milli 30 og 35%, eftir því hvar er á landinu, en í greininni gert ráð fyrir að eignarskattleysismörkin hækki um 331/3%. Í lögunum í dag eru fyrstu 6 millj. skattlausar hjá einstaklingi og 9 millj. hjá hjónum, en verða 3 millj. og 12 millj. í samræmi við þá hækkun sem væntanlega verður á fasteignamati um áramótin.

Í 3, gr. frv., eins og það liggur fyrir nú, er tekið inn nýtt ákvæði við 44. gr. varðandi upplýsingagjöf skattyfirvalda til gjaldeyríseftirlits Seðlabanka Íslands. Sjálfsagt hafa þm. lesið um það í dagblöðum, að einhvers staðar séu til skoðunar hjá skattyfirvöldum eignir Íslendinga í erlendum bönkum., og gjaldeyriseftirlit Seðlabankans hefur óskað eftir því við fjmrn-, að því verði fengnar í hendur upplýsingar þær sem skattyfirvöld hafa þar að lútandi og þau hafa staðfest að liggi þar á borðum.

Þegar þessi beiðni barst fjmrn. frá Seðlabanka Íslands var ríkisskattstjóraembættinu send sú beiðni. Ríkisskattstjóraembættið svaraði fjmrn. á þann veg, að það teldi að ákvæði 49. gr. skattalaganna torveldaði það, að slíkar upplýsingar væri hægt að gefa. Það er skoðun mín, að það sé sjálfsagt að skattyfirvöld geti gjaldeyrisyfirvöldum upplýsingar varðandi athugun skattyfirvalda á gjaldeyriseign manna. Til þess að taka af öll tvímæli óskaði fjmrn. eftir því við fjh.- og viðskn. Ed., að n. flytti brtt. við frv. þar sem skýlaust ákvæði yrði sett um að slíkar upplýsingar yrðu veittar gjaldeyriseftirlitt, væri óskað eftir þeim. Málsgr., sem lagt er til að bæta við 42. gr., hljóðar svo:

„Skattyfirvöldum er þrátt fyrir ákvæði 49, gr. laga þessara heimilt að veita gjaldeyriseftirliti Seðlahanka Íslands upplýsingar er nauðsynlegar eru til eftirlits með gjaldeyrísmálum, enda standi ákvæði milliríkjasamninga ekki í vegi fyrir því.“

Ég tel að hér sé um sjálfsagt ákvæði að ræða, og rn. beitti sér því fyrir þessari breytingu.

Ég sé ekki ástæðu til að fara fleiri orðum um þetta frv. og leyfi mér að leggja til að því verði að lokinni þessari umr, vísað til 2. umr. og hv. fjh.- og viðskn.