16.12.1977
Efri deild: 28. fundur, 99. löggjafarþing.
Sjá dálk 1343 í B-deild Alþingistíðinda. (948)

127. mál, innheimta gjalda með viðauka

Frsm. (Halldór Ásgrímsson):

Herra forseti. Fjh.- og viðskn. hefur fjallað um frv. til l. um innheimtu ýmissa gjalda með viðauka. N. leggur til að frv. verði samþykkt. Fjarverandi afgreiðslu málsins var Albert Guðmundsson.

Ég sé ekki ástæðu til að rekja þetta mál. Það kemur árlega hér fyrir deildina. Það hefur staðið til að breyta þessum lögum og gera á þeim ýmsar lagfæringar. Fjh.- og viðskn. fékk uppkast að slíku frv., en þar sem ekki reyndist tími til að yfirfara og vinna það mál, þá þótti nauðsynlegt að framlengja þessi lög, en væntanlega mun hæstv. fjmrh. leggja fram nýtt frv. um þessi mál að loknu jólaleyfi.

Ég vil aðeins endurtaka það, að n. leggur shlj. til að frv. verði samþykkt.