01.11.1963
Neðri deild: 9. fundur, 84. löggjafarþing.
Sjá dálk 143 í C-deild Alþingistíðinda. (1821)

56. mál, launamál o.fl.

Einar Olgeirsson:

Herra forseti. Ég held það hafi verið Fouché, sá slægvitri og kaldrifjaði lögreglumálaráðh. Napóleons, sem sagði það, þegar Napóleon lét myrða hertogann af Enghien og menn voru að óskapast yfir því níðingsverki: „Þetta var ekki bara glæpur, þetta var skyssa: Ég er ákaflega hræddur um, að dómurinn yfir því frv., sem hér hefur verið lagt fram, hjá sögunni verði seinna meir eitthvað svipaður. Ég held það sé rétt fyrir hæstv. ríkisstj. að renna huganum ofur lítið til baka, þegar hún leggur þetta frv. fram, og athuga sín afskipti af verkalýðshreyfingunni og hvernig verkalýðshreyfingin hefur komið fram við hana.

Rétt eftir að hæstv. ríkisstj. tók við völdum, lá fyrir hér mjög erfitt mál í þinginn, það var verðlag landbúnaðarafurða, í des. 1959, ef ég man rétt., Það reyndi nokkuð á verkalýðshreyfinguna, hennar afstöðu í þeim samningum og í því, sem þá var gert. Og verkalýðshreyfingin sýndi það þá strax, að hún kom fram með allri þeirri ábyrgðartilfinningu, sem hún hefur alltaf sýnt í öllum þeim viðureignum, sem hún hefur átt við ríkisstjórnir á síðustu áratugum. Íslenzk verkalýðshreyfing hefur yfirleitt verið seinþreytt til stórræðanna. Hvernig fór svo, þegar ríkisstj. greip til skerðingarinnar á vísitölunni, lét rjúfa alla samninga, alla frjálsa samninga, sem gerðir voru í landinn? Verkalýðshreyfingin beið. Og hvernig fór svo, þegar gengið var lækkað í marz 1960 og kjörin tóku að versna? Verkalýðshreyfingin beið, og hún beið þangað til í maí 1981. Og ég man ekki eftir, að öllu meira langlundargeð hafi verið sýnt annarri ríkisstjórn hér á Íslandi, og var þó þessi ríkisstj., þegar hún tók við völdum, yfirlýst stjórn einkaauðvaldsins og virtist sérstaklega vinna að því að taka úr ríkiseign ýmislegt, sem í ríkiseign væri, og gera hið svokallaða einkaframtak sterkara á Íslandi, þannig að verkalýðshreyfingin hefði frá því sjónarmiði haft litla ástæðu til að unna henni friðar. En hún vildi láta það nýja kerfi, sem þessi hæstv. ríkisstj. kom á, fá að sýna sig, og það fékk að sýna sig. Og það var ekki fyrr en kaupmáttur tímakanpsins, sá sem miðaður hafði verið við 100 fyrir 1945, var kominn niður í 84 stig í maí 1961, að verkalíðshreyfingin hófst handa. Svona lengi var beðið, þangað til hún var bókstaflega orðin milli 16 og 20%, sú kauplækkun, sem fram hafði farið. Þá samdi verkalýðshreyfingin. Hún samdi ekki um sérstaklega stóra hækkun. Kaupmáttur tímakaupsins fór í júní upp í 92 stig, – 92 stig, það var nú allt saman. Hann var á tímum vinstri stjórnarinnar 97. Og hvað var gert þá? Þá var forseti landsins látinn gefa út bráðabirgðalög, sem voru beint stjórnarskrárbrot, þar sem Alþ. var svipt valdi, sem það hafði og engin brýn nauðsyn var til að svipta Alþ. Og síðan, eftir að þetta vald hafði verið fengið í hendur nokkrum embættismönnum hérna hinum megin við Austurvöll, þá misnotuðu þessir embættismenn sitt vald, og það ætti að kæra þá fyrir þá misnotkun, því að það voru engin hagfræðileg rök til fyrir því, sem þeir þá gerðu, þegar þeir lækkuðu krónuna nm 13%, af því að kanpið hafði hækkað um 13%. Það var hrein hefndarráðstöfun, níðingsleg hefndarráðstöfun, sem gerð var. Þetta er það, sem verkalýðshreyfingin hefur orðið að þola. Þetta er það, sem henni hefur verið sýnt í þessum efnum.

Svo er enn komið til hennar í vor, og þá var sagt við hana, hvort hún vildi ekki bíða. Það voru meira að segja kosningar fram undan. Engu að síður ákvað verkalýðshreyfingin að bíða og sýndi sömu sanngirnina og hún hefur alltaf sýnt í þessum efnum. Hún beið. Og hvað var gert á meðan? Allir þeir, sem bezt eru staddir í þjóðfélaginn, vora látnir mata krókinn alveg miskunnarlaust, en þegar að þeim lægst launuðu kemur, þá er skellt í lás.

Hæstv. forsrh. spyr: Hvaða þjóð þolir 10–20% kauphækkun á ári? Það hefur engin 10–20% kauphækkun farið fram á Íslandi, aldrei á neinum af þessum árum. Það er ekki til neins að miða kauphækkanir við krónutölu í krónum, sem alltaf ern að breytast. Það er ekki hægt að tala um kauphækkanir öðruvísi en sem raunverulega kauphækkun, raunveralega hækkun þess gildis, sem sú króna hefur og það tímakaup hefur, sem verkamaðurinn fær. Og hver hefur sú breyting verið, við skulum ægja frá 1958? Úr 97, sem var meðaltalið á dögum vinstri stjórnarinnar á kaupmætti tímakaups lægst launuðu Dagsbrúnarmanna, þá er það nú komið niður í 82. Það er a.m.k. 16–17% kauplækkun, sem hefur farið fram til samana á þessum 4–6 árum. Þetta er það, sem hefur gerzt, og þetta er það, sem menn verða að horfast í augu við, og þetta er það, sem menn verða að reikna eftir, því að það er ekki hægt að reikna með krónum, sem alltaf eru að breytast. Það verður að hafa eitthvert ákveðið verðgildi, sem hægt er að reikna mað. Þess vegna hefur verkamaðurinn engar kauphækkanir fengið, heldur orðið að þola sífelldar kauplækkanir allan þennan tíma og hefur aldrei s.l. 17 ár staðið eins illa að vígi og nú.

Og þá, eftir að þeir hæst launuðu hafa notað tækifærið til þess að mata sinn krók, þá er nú komið fram með þetta frv. Það var ekki verið að spyrja verkalýðsfélögin að því, hvort þau vildu semja og bíða í einn mánuð, þau sömu verkalýðsfélög, sem höfðu beðið í 5 mánuði. Það var ekki verið að spyrja þau að því. Nei, það er skellt fram frv., þar sem sagt er: Hér er valdið, sem þið skuluð fá að beygja ykkur fyrir. Hér er valdið, sem við skulum sýna ykkur. Hér er hnefinn, hér er Ófeigshnefinn, sem þið skuluð fá að beygja ykkur fyrir. — Það er þannig, sem þeir fara að. Svona fara menn að, þegar þeir ætla að kúga. En svona fara menn ekki að, þegar þeir ætla að semja. Það á að sýna vald á þennan máta, það á að skora á hólm. Það er sama sem að taka sér einræði í kaupgjaldsmálum, og fyrir verkamenn hlýtur þetta að líta þannig út, að ef þetta tekst, ef svona lagað er samþykkt, ef slíkt hefst í gegn, ef slíkt er ekki eyðilagt, þá verður haldið áfram. Eftir svona frv. er verkamönnum ekkert annað eftir skilið en að berjast til þrautar.

Við höfum áður lent í því að verða að berjast hér við slík ólög. Hæstv. dómsmrh. var nokkuð að rifja upp þá sögu, og ég skal rifja hana upp með honum. Það hefur verið löng barátta og hörð barátta og oft og tíðum dramatísk barátta. Hann byrjaði á að rekja, hvernig hér var 1938, áður en hann kom á þing. Og ég man vel eftir því kvöldi og þeirri nóttu. Ég var hérna kominn inn í þingið þá, og ég stóð líka í þessari pontu þá, eftir að sjómennirnir komu út af fundinum hérna í Listamannaskálanum, eftir að rúðurnar brotnuðu þarna frammi og eftir að óróinn varð svo mikill, að það var ákveðið að útvarpa öllu og menn gætu talað eins og þeir vildu og útvarpað út. Það var nóttin. (Dómsmrh.: Þá var nú pontan ekki komin.) Það var ekki þessi ponta, en það var ponta hérna samt sem áður, eða þá við töluðum úr sætunum okkar, svo að alltaf var sköpuð ponta. Þá var það að gerast, sem oft hefur gerzt á Íslandi, að það var harðvítug stéttabarátta háð, og Framsfl. hafði þá, eins og stundum áður, gengið í lið með yfirstéttinni í landinn til þess að beita lögþvingun við sjómennina. Og Alþfl. hafði þá manndáð í sér til þess að hóta því, að svo fremi sem þessi gerðardómslög væru samþykkt gegn sjómönnum, þá sliti hann stjórnarsamvinnunni og hans ráðh. væri dreginn út, það var Haraldur Guðmundsson, sem þá var ráðh. hér, og við Haraldur skiptumst allmikið á nm það nm nóttina að tala. Og sá sömu nótt dó Jón Baldvinsson. Það var 17. marz 1838. Ég man ósköp vel þá nótt. Þá var ríkisvaldið notað sem kúgunartæki á móti sjómönnum, og Alþfl. mótmeelti því og tók sinn ráðh. burt.

Næst var vegið í sama knérunn 8. jan. 1942. Þá var það með þeim brbl., sem út vora gefin um gerðardóm, undirskrifað af Hermanni Jónassyni, Eysteini Jónssyni, Jakob Möller og Ólafi Thors. Þá var hæstv. forsrh. enn þá með á skútunni, en ekki forsrh. Og ég held, að sá gerðardómur sé einn af þeim hlutum, sem flestir stjórnmálamenn, sem komu nærri honum, skammast sín fyrir síðan og hafa skammazt sín fyrir í 20 ár. Og þegar hæstv. núv. forsrh. þá um sumarið gaf út önnur lög, sem Alþingi þá hafði samþykkt, sem hér hétu: lög um dómnefnd í verðlagsmálum, — gömlu lögin höfðu heitið: brbl. um gerðardóm í kaupgjalds- og verðlagsmálum, en hann gaf hin lögin út 1. sept., — þá held ég, að hann hafi verið ánægðari yfir þeim lögum, eftir að verkalýðurinn var búinn að eyðileggja gömlu gerðardómslögin, og hann flutti sjálfur till. á sumarþinginn um að afnema þau og breyta þeim yfir í það að vera eingöngu gerðardómur í verðlagsmálum.

Þegar þessi gerðardómslög, brbl. vorn út gefin 8. jan. 1942, átti Alþfl. líka mann í ríkisstj., Stefán Jóh. Stefánsson, og hann fór út úr ríkisstj., og Alþfl. barðist á móti þessum gerðardómslögum með okkur sósíalistunum, og þessi gerðardómslög voru eyðilögð, vegna þess að þau brutu algerlega í bág við alla réttarmeðvitund þjóðarinnar, og menn hafa í 20 ár síðan reynt að læra nokkuð af þessu.

Hæstv. dómsmrh. ,rifjaði upp fleira. Það var rétt munað hjá honum, haustið 1942 hafði Framsókn enn sem komið er ekki lært meira en svo, að hún hindraði þá myndun vinstri stjórnar á því að heimta launalækkun. Og síðan var Cocacola-stjórnin mynduð, og að sú stjórn fór frá í sept. 1944 á því að leggja fyrir þetta þing frv. til I. um að fyrirskipa með lögum 10% kauplækkun, og á því féll hún. Og hæstv. dómsmrh. minntist ekki á þá stjórn, sem þá var mynduð, stjórn, sem Sjálfstfl. myndaði með Alþfl. og Sósfl., sem hækkaði kaupið og hækkaði það mjög vel, þannig að síðan er miðað við það kaup og þann kaupmátt, sem verkamenn höfða þá, og hann er settur sama sem 100, kaupmátturinn fyrir 1945.

Eftir að áhrif amerísks auðvalds komu aftur til hér á Íslandi 1947 og eftir að Ísland fékk ekki sjálfstætt lengur að ráða sínum efnahagsmálum og hefur síðan meira eða minna tekið við illum ráðagerðum, sem sendar hafa verið frá Ameríku, frá efnahagssérfræðingunum svokölluðu, þá var hafizt handa með lögbindingu, og það voru harðvítug verkföll þau árin og hún var að miklu leyti eyðilögð. 1950 er það rétt, þá tóku Framsfl. og Sjálfstfl. höndum saman móti Alþfl. og Sósfl. og settu gengislækkunina í gegn, og þá tókst að knýja í skjóli atvinnuleysis og neyðar um allt land kanpmátt tímakaupsins niður í 84 stig 1951. Þá var það svo, að í 3 ár minnkaði öll mjólkurneysla í Reykjavík, vegna þess að verkamenn höfðu ekki efni á að kaupa eins mikla mjólk og þeir þurftu, þannig að mjólkurneyzlan í Reykjavík, sú sem var í marz 1950, komst ekki upp fyrir það aftur fyrr en í jan. 1963, eftir það harðvítuga vetrarverkfall, sem verkamenn gerðu hér, þannig að það svarf að börnum þeirra, þegar þeir voru að slást þá í atvinnuleysi og í neyð. Þannig hefur það verið hvað eftir annað, að ríkisvaldinn hefur verið beitt af yfirstéttum í þessu landi til þess að skakka leikinn, til þess að ræna verkamenn því, sem þeir hafa áunnið sér í langri og harðri baráttu.

Það hafa ekki allar stjórnir og alltaf beitt þessum sömu úrræðum. Þar misminnti hæstv. dómsmrh. Það eru tvær stjórnir, sem hafa haft fast kaupgjald, af öllum þeim stjórnum, sem setið hafa eftir 1939. Það er í fyrsta lagi nýsköpunarstjórnin. Kaupmátturinn var þá 100. Það er hæsti kaupmáttur, sem íslenzkur verkalýður hefur búið við, og þá átti Sósfl. sæti í stjórn. Og það var vinstri stjórnin, hann var 97. Eftir verkfallið 1956, 6 vikna verkfallið, hækkaði kaupmátturinn það, að hann fór þá í 100, og hefur síðan í tíð vinstri stjórnarinnar nokkurn veginn verið 97 að meðaltali þessi 3 ár. Það hefur verið talað hérna um, að vinstri stjórnin hafi sett löggjöf, sem hafi bundið kaup. Það er rangt. Menn eiga að geta sagt rétt frá, þegar þeir rekja, þótt menn vilji reyna að snúa út úr einhverju. Það, sem gert var í ágústlok 1956, var að láta ekki 6 vísitölustig koma til framkvæmda, sem hefðu farið undireins vegna landbúnaðarvöruverðshækkana í næsta mánuði á eftir, þegar þan hefðu eingöngu haft víxlverkanir, þannig að verkamenn hefðu ekki notið þeirra, og þetta var gert í samráði við verkalýðsfélögin, og menn ættu að prófa það nú að spyrja verkalýðsfélögin, hvernig þeim lítist á það lagafrv., sem nú liggur fyrir.

Allt árið 1956 hélzt kaupmátturinn í 97.2. Hann var með því hæsta, sem hann hefur verið á nokkru ári að undanteknu 1946 og 1949. Það má ýmislegt finna að vinstri stjórninni. Það, sem var hennar ógæfa, voru slæmir efnahagssérfræðingar, líka sendir frá Ameríku. En þeim var þó haldið nokkuð í skefjum, á meðan hún var. En eftir að viðreisnarstjórnin tók við þessum sömu efnahagssérfræðingum, hafa þeir fengið að vinna alveg skefjalaust og farið með kaupgjaldið eins og það er komið núna, niður í 82 stig. Þeir hafa fengið að reka alla sína kauplækkunarherferð, eins og þeim hefur þóknazt.

Hæstv. dómsmrh. vildi reyna að skírskota til þess að ræða nú þessi mál af sanngirni og við ættum að reyna að komast að niðurstöðu Hann talaði um vítahring, sem allar stjórnir hefðu meira eða minna lent í, og þetta væri eitt sífellt vandamál. Ég er reiðubúinn að ræða þetta og hef oft verið. En hver er vítahringurinn, og á hvers kostnað á að rjúfa hann, ef hann er til? Við skulum fyrst og fremst athuga, hver er vítahringurinn? Hann sagði, að það væri eitthvað bogið við allt þetta kerfi. Hvað er það, sem gerzt hefur á Íslandi nú í 20 ár í sambandi við þessi kaupgjaldsmál? Það, sem gerzt hefur, er þetta, að það hefur verið tekið upp eitt ákveðið „prinsip“, ein ákveðin höfuðregla, sem engin önnur þjóð hefur nema við af sérstökum ástæðum, sem ég skal koma að seinna. Þetta „prinsip er gen stækkunar-„prinsipið“. Atvinnurekendastéttin á landi hefur tekið upp þá aðferð að láta verðlag hækka, svo framarlega sem kaupgjald hækkar. Og ef hún ræður ekki við það með venjulegum aðferðum utan þings, þá beitir hún því ríkisvaldi, sem hún hefur, til þess að hækka verðlagið með sérstökum ráðstöfunum, og öðru hvoru eru þessar ráðstafanir gerðar með þeim harkalegasta hætti, sem hægt er, með því að lækka gengið, eins og sýndi sig bezt 1961 og eins og var líka raunar tilgangurinn 1960. Ríkisvaldinu hefur nú í 20 ár á Íslandi verið beitt meira eða minna sem hreinu ránsvaldi til þess að hækka verðlag og ná þannig frá verkamönnum kauphækkunum, og við þetta hafa verkamenn orðið að berjast nú í 20 ár, að þeir hafa sífellt orðið að vera að hækka sitt kaup til þess að ná þessu upp, og þess vegna stöndum við einir allra þjóða hér í kringum okkur með lægra kaupgjald í dag en við höfðum fyrir 20 árum.

Hvernig stendur á því, að þetta skuli vera svona? Er það vegna þess, að það hafi verið slík afturför í okkar þjóðfélagi, að öll okkar tækni, allt þetta skipulag sé svona margfalt, margfalt verra en það var? Nei, við höfum tekið á þessum tíma stórkostlegustu tæknilegu framförunum, sem við höfum tekið í þúsund ár. Við höfum gert tæknilega byltingu hér á Íslandi. Þjóðfélagið er margfalt ríkara en það var. Við gerðum tæknibyltingu á dögum nýsköpunarinnar, við njótum Marshall-gjafanna næstu árin á eftir, við hleypum inn öllum þeim bátum og vélum, sem komu á dögum vinstri stjórnarinnar, við umsköpum landið, allt atvinnulíf tæknilega séð á þessum 20 árum. En verkamaðurinn á Íslandi verður að vinna fyrir lægri kaupmátt, 20% lægri kaupmátt en hann vann við fyrir 17–20 árum. Og hvernig stendur á þessu? Það stendur þannig á því, að íslenzk auðmannastétt hefur ein allra auðmannastétta allra norrænu landanna hagsmuni af því að fella í sífellu gengið og hækka allt verðlag. Það eru til aðilar í öðrum löndum, sem reyna að sjá um að halda gengi, við skulum segja Englandi, — það eru til aðilar, sem vilja halda genginu og láta ekki sterlingspundið falla, og það er ekki sagt verra en ef sagt er, að sterlingspundið eigi að falla, og þá rjúka ráðh. á Englandi upp og mótmæla. Hvernig stendur á því, að auðmennirnir í Englandi hafa áhuga á því að halda sterlingspundinu í gildi, eins og frekast er hægt fyrir þá? Vissulega er alltaf smáfall á öllum myntum, en það er hægt og mjög liðandi. Hvernig stendur á, að þeir hafa áhuga á því? Bankarnir eru einkaeign í Bretlandi. Auðmennirnir eiga sjálfir peningana, sem eru lánaðir út. Það er ein mikil gróðalind fyrir brezkt auðvald, sem við höfum stundum fengið að kenna á, að lána út fé, og það brezka auðvald, sem lánar út fé, vill fá jafngóð sterlingspund til baka. Auðmennirnir í löndunum í kringum okkur, sem eiga bankana og ráða bönkunum og eiga féð og ráða auðmagninu, þeir vilja láta peningana halda sínu gildi, af því að þeir vilja fá jafngóða peninga til baka og það, sem þeir lánuðu út, og þess vegna er aðhald að því, hvernig farið er með myntina, hvernig farið er með gengið.

En hvernig er þetta hér á Íslandi? Hér á Íslandi er þetta þannig, að meginið af öllu því fé, sem íslenzk auðmannastétt eða atvinnurekendastétt eða hvað sem við viljum kalla hana hefur til umráða, kemur frá bönkum, sem ríkið á, er fé ríkisins og ríkisbankanna eða sparifé almennings. Venjulegur skynsamur auðmaður á Íslandi leggur ekki sitt fé inn í sparisjóð, hann leggur ekki fé á banka. Venjulegur auðmaður á Íslandi slær lán í banka, og sá viðkomandi auðmaður beitir síðan fésýsluflokkunum á Íslandi, Sjálfstfl. og Framsfl., til þess að lækka gengið í sífellu. Það er ein höfuðarðránsaðferð auðmannastéttarinnar á Íslandi að nota sitt pólitíska vald yfir bönkunum til þess að lækka í sífellu gengið, minnka gildi þess, þannig að ef þessari auðmannastétt þóknast að borga sínar skuldir til baka, þá séu þær borgaðar með miklu minni krónum. Það er engin tilviljun, að sá maður, sem talinn er ríkastur á Íslandi, hefur eingöngu grætt á verðbólgu, eingöngu slegið lán í bönkunum, aldrei getað borgað lánið til baka, hann hefur alltaf verið búinn að festa peningana í óleyfi, bankarnir aldrei viljað ganga að honum, af því að alltaf voru þessar fasteignir, sem hann festi þá í, hækkaðar í verði, þannig að hann reiknaðist eiga fyrir skuldum, ef farið væri að ganga að honum. Með þessu móti verða menn ríkir á Íslandi og fá það að viðurnefni, eins og sá nafni minn, sem hér átti lengi vel sæti.

Verðbólgan er visvítandi aðferð íslenzkrar auðmannastéttar til þess að auðgast Þegar hæstv. dómsmrh., sem ég veit að hugsar fyrst og fremst júridískt í þessum málum og hefur kannske ekki sett sig sérstaklega mikið inn í þessa ökonómísku galdra, sem þarna eru notaðir, þegar hann þess vegna talar um, hvað sé bogið við þetta kerfi, — það er ekkert bogið við kerfi launanna á Íslandi, ekki nokkur skapaður hlutur nema það, að þau eru svikin jafnóðum af auðmannastéttinni á Íslandi í krafti þess valds, sem hún hefur í bönkunum. Það er þetta, sem er bogið. Þær víxlverkanir, sem hæstv. ráðh. talar um, eru ekkert náttúrulögmál á Íslandi. Þær eru markviss aðferð, sem er beitt, alveg eins og seðlabankastjórarnir lækkuðu gengið 1961 í ágúst með stjórnarskrárbrotunum þá, — það er markviss aðferð, sem er beitt til þess að ræna af verkamönnum. Það er ekkert til, sem heitir kapphlaup á milli launanna og vöruverðsins, þannig frá hálfu vinnulaunanna. Það er verðlagið, sem hefur verið á undan allan tímann, eins og það leggur sig, vegna þess, að það er auðmannastéttin, sem ræður ríkisvaldinu og það er hún, sem misnotar ríkisvaldið á þennan hátt.

Hæstv. ráðh. talaði um: Eigum við ekki að hætta þessum hráskinnsleik? Hver stjórnar þessum hráskinnsleik? Það er auðmannastéttin, sem hefur stjórnað honum allan þennan tíma og hennar ríkisvald. Verkamenn höfðu ekki haft við, þeim hefur verið álasað, — þeir höfðu ekki haft við, þeir hafa aldrei í 17 ár haft lægri kaupgetu tímakaupsins en núna. Við erum að komast niður í það, sem var fyrir stríð og þótti lágt kaup þá. Eins klukkutíma vinna þá, 1.45 kr. hjá Dagsbrúnarmönnunum, maður gat keypt 1 kg af kjöti fyrir það þá, 1938 eða 1939. Hvað kostar það núna? Það kostar 40 kr., 44 kr. jafnvel, og Dagsbrúnarkaupið er 28. Svona hefur það hríðversnað. Við erum að komast niður í það, sem við vorum fyrir fyrra stríðið. Menn höfðu 25 aura um tímann þá, og eyririnn þá var eins dýrmætur og krónan núna. Með þessum hráskinnsleik auðmannastéttarinnar að misnota ríkisvaldið svona hvað eftir annað er verið að svíkja af verkamönnum allar þær kauphækkanir, sem þeir hafa knúið fram með áratuga baráttu, svo að það þarf ekki að undrast, þótt það verði barizt hart.

Og hver er orsökin til þess, að farið er að grípa til þess einræðis, sem í þessu frv. felst núna? Orsökin er sú, að menn vilja viðhalda úreltu, skaðlegu og ranglátu yfirráðakerfi braskaravaldsins á Íslandi, kerfi, sem er brostið og menn eiga að þora að horfast í augu við að er brostið, af því að þetta kerfi var vitlaust frá upphafi vega, kerfi, sem ekki passar hérna á Íslandi. Boðskapur þessara amerísku sérfræðinga um, að við eigum að láta hér alla græða á öllum, lendir út í tóma vitleysu. Við getum það ekki í svona þjóðfélagi, það er gersamlega óhugsandi. Við höfum tekið hér um nokkurt skeið á Íslandi nokkra þætti út úr, og við skulum bara hugsa okkur, að það ætti líka að braska á þeim miskunnarlaust, á símanum, á póstinum, á áfenginu, á tóbakinu. Hvernig mundi þetta allt saman lita út hjá okkur? Við verðum að þora að taka vissan hluta starfsins í þjóðfélaginu undan gróðanum og undan braskinu. Við skulum taka dæmið í dag. Þegar bæjarstjórn Reykjavíkur núna úthlutar lóðum hérna í Reykjavík og menn fá þessar lóðir, þeir sem byggja í spekúlasjón á þeim, og menn byggja flott hús og menn fá jafnvel lóðir, þar sem þeir geta byggt jafnvel 20 íbúðir og meira, — það hefur verið boðið þannig í þessar íbúðir, sem verið er að byggja núna, hvort sem þær hafa verið fokheldar eða komnar lengra á veg, að menn hafa grætt frá 100 þús. kr. á íbúð að selja fokhelt upp í 300 þús. kr., og það jafnvel núna þessa dagana, af því að neyðin hefur verið svo mikil, að sams konar íbúðir hafa farið sumar á 550 þús. og sumar á 800 þús. Ástandið er þannig, að með því að hleypa braskinu inn á öll þessi svið er verið að gera ómögulegt fyrir svo og svo mikið af fólki að lifa.

Ef menn vilja reyna að viðhalda kaupgjaldi, þannig að það ekki verði hækkað, þá verða menn að láta vera einhver svið, þar sem verkamenn verða ekki fyrir hækkununum. Hvernig er þetta t.d. gert á Norðurlöndum? Þetta er gert með því, að það er reynt að halda húsaleigu niðri á þann máta, að það er lánað til að byggja hús, jafnvel til 90 ára með 2% og 4% vöxtum, að meðaltali 3%, og það er lánað jafnvel út á 90% af kostnaði við íbúðirnar, til þess að enginn geti grætt á að byggja hús eða braska með hús, til þess að það verði hrein þjónusta við þjóðfélagið og þar með við útflutningsatvinnureksturinn, að menn geti fengið að byggja og búa í húsum. Það er óhjákvæmilegt að taka undan viss svið, til þess að þeir aðilar, þar sem maður vill viðhalda einkaframtakinu, geti grætt og geti haldið sínu uppi.

Við skulum segja, að við viljum hérna í okkar þjóðfélagi fyrst og fremst viðhalda einkaframtaki í sjávarútveginum, vegna þess að sjávarútvegurinn er grundvöllur að öllu okkar þjóðlífi, og þeir, sem nú ráða, segja: Jú, sjávarútvegurinn, við trúum á einkaframtakið, og sjávarútvegurinn þarf einmitt að fá að njóta sín þar og einkaframtakið fá að njóta sín þar í sjávarútveginum. Þá er ekkert annað til en að þjóðnýta á einn eða annan máta, útiloka gróðamyndun úr vissum öðrum sviðum þjóðfélagsins, t.d. úr húsbyggingum, t.d. úr vátryggingum, t.d. úr olíuverzlun, og segja: Ef einhverjir eiga að græða í þjóðfélaginu, þá á sú gróðamyndun að fara fram í sambandi við sjávarútveginn. Og ef þjóðfélagið sem heild þolir ekki það, að allir gramsi til sín, þeir sem voldugastir eru, menn noti olíuna til að græða á, menn noti jafnvei vátryggingar til að græða á, menn noti jafnvel húsbyggingar til að græða á, þá verður að stöðva gróðann af þessu.

Skefjalaust auðvaldsskipulag getur ekki gengið á Íslandi. Ef það á að viðhalda einhverju af auðvaldsskipulaginu, þá verður að þora að hefta það ú vissum sviðum, alveg eins og hefur verið gert fram að þessu. Það, að fara svona geyst í þetta eins og við höfum gert, kollsteypir þessu þjóðfélagi og það, sem hefur gerzt núna, er, að hæstv. ríkisstj, hefur hleypt verzlunarauðvaldinu það frjálsu á þessum 4 árum, að það hefur sporðreist þjóðfélagið. Þessir heildsalar, sem þeir hafa gefið frelsi, kunna ekki með það frelsi að fara, og það er það, sem við sjálfir erum að reka okkur á. Hvað gera þessir heildsalar núna? Jú, þeir kaupa inn eins og vitlausir menn. Hvað kaupa þeir? Þeir kaupa bíla, þeir halda, að allir menn á Íslandi geti hlaupið til og keypt bíla. Og hvernig er svo ástandið núna? Jú, þeir eru búnir að slá lán upp á 100 millj. kr. erlendis til þess að kaupa bíla, og þeir sitja uppi með þessa bíla hérna, geta ekki selt þá.

Hvað haldið þið, að okkur detti nú í hug, þegar svona frv. er lagt fyrir okkur eins og þetta og víð höfum ekki hugmynd um, hvað muni taka við á eftir? Við skuldum 600 millj. kr. erlendis. Hvað mundi gengislækkun þýða í dag? Við vitum, að hæstv. ríkisstj. er vön að grípa til gengislækkana og seðlabankastjórarnir hafa ekki verið neitt hræddir við að grípa til gengislækkana. En hvað mundi það þýða í dag, við skulum segja 20% gengislækkun? Hún mundi þýða 120 millj. kr. tap fyrir þá, sem skulda þetta erlendis. Og það eru mestmegnis heildsalarnir og aðrir slíkir. Ég spyr: Er verið að gefa tveggja mánaða frest, til þess að hægt sé að lána þeim, svo að þeir geti borgað eitthvað af þessum skuldum upp, svo að þeir fari ekki á hausinn á eftir? Svo fáum við kannske gengislækkunina dálítið seinna. Þið vitið, að við stöndum uppi gersamlega berskjaldaðir fyrir þessari misnotkun ríkisvaldsins. Við erum búnir að verða fyrir þessari misnotkun í ágúst 1881. Við vitum ekkert, hverju þeir menn, sem misnotuðu sitt vald þá, kunna að finna upp á. Hér er talað hjartnæmt, bæði af hæstv. forsrh. og hæstv. dómsmrh., um gengið, í guðanna bænum, við verðum að varðveita gengið, við verðum að forða krónunni. Hvernig eigum við nú að taka mark á þessu? Við vitum, að í 20 ár er gengislækkun búin að vera aðalgróðalind íslenzku auðmannastéttarinnar. Á nú að stöðva þessa gróðalind? Á nú að fara á hausinn? Við verðum að fá einhverjar meiri sannanir, ef við eigum að fara að trúa á slík orð.

Þegar leitað var að sakborningum í gamla daga eftir Rómarréttinum, þá var spurt: Hverjum var glæpurinn til góðs? — Hverjir eru það, sem hafa grætt á því, að gengið væri lækkað? Það eru þessir verðbólgubraskarar. Við erum búnir að heyra svo margar yfirlýsingar viðvíkjandi genginu, og það er búið að sýna það mikið langlundargeð í sambandi við gengið og í sambandi við allt, fellingarnar á því 1960 og áfram, að það er ekki hægt að koma núna og koma aftur með einhver hjartnæm orð viðvíkjandi því og ætlast til þess, að menn trúi þeim. Það getur eins verið ein spekúlasjónin til, það megi ekki fella gengið í dag, vegna þess að heildsalarnir tapi á því, og sé allt í lagi með að feila það eftir 6 mánuði, eitt ár, vegna þess að þá sé búið að forða heildsölunum.

Ég held, að hæstv. ríkisstj. hefði eftir það, sem gerzt hefur, ekki átt að leggja svona frv. fram, heldur hefði hún átt að koma til verkalýðshreyfingarinnar og segja: Er hægt að semja við ykkur um, að við nú stöðvum og látum okkur skapa tryggt og öruggt gengi á Íslandi? Verkalýðshreyfingin hefði átt það skilið eftir allt, sem hún var búin að sýna þessari ríkisstj. En enn þá er það svona, að það er fyrst og fremst verið að taka tillit til braskaranna hérna í kringum okkur, sem eru búnir að koma öllu í vitleysu, sem eru búnir að misnota þetta frelsi, sem þið voruð að gefa þeim, sem hafa ekki kunnað fótum sínum forráð, sem hafa hagað sér eins og kjánar. Allur þessi bílainnflutningur þeirra, þetta er tóm della.

Hæstv. dómsmrh. kom hér inn á gerðardóminn eða kjaradóminn viðvíkjandi opinberum starfsmönnum og afstöðu okkar þm. Alþb. í því sambandi. Og hæstv. ráðh. voru báðir að reyna að þvo sínar hendur af þessum dómi. Man ég ekki rétt, var það ekki stjórnarfrv., þetta frv. um kjaradóminn? Það er eins og mig minni það. Ég man það kannske skakkt, en mig minnir það nú samt. Jú, hver var okkar afstaða í þeim málum? Okkar afstaða var sú, að við álitum, að það ætti að veita þessum mönnum verkfallsrétt. Hún var sú. Hins vegar var eitt spor fram á við í sambandi við þau lög, og það var, að þeir fengu samningsrétt, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, þeir fengu rétt til að láta sínar skoðanir í ljós, þeir fengu rétt til þess að greiða atkv. og annað slíkt. Þeir fengu þó að tala með, þeir voru ekki sem hreinir þrælar, en það var ákveðinn gerðardómur yfir þá. Við vorum á móti þeim gerðardómi. Þess vegna greiddum við ekki atkv. með frv. En við vorum með því, að þeir fengju samningsrétt. Þess vegna greiddum við ekki atkv. á móti frv., þess vegna sátum við hjá. Þetta var framför frá launalögunum, en það var ekki það svo sem við álitum, að ætti að veita þeim verkfallsrétt. Ég hefði ekkert séð eftir þeim, ráðuneytisstjórunum eða öðrum, að standa í verkfalli, líka sex vikur, eins og Dagsbrúnarmenn hafa orðið að gera hvað eftir annað til þess að berjast fyrir sínum launum. Þeir eru ekkert of góðir til þess, og ég held, að það væri nær líka núna fyrir þá, sem vilja þvo sínar hendur af þessum kjaradómi, að þeir veiti þeim verkfallsréttinn, veiti þeim sömu aðstöðu og sömu skyldu til þess að. berjast. Þeir geta alveg fórnað eins og aðrir. Það er enginn mórall í því að láta fátækustu verkamennina í þessu þjóðfélagi standa í baráttu, sem allir aðrir njóta svo góðs af. Ráðuneytisstjórarnir og aðrir slíkir geta alveg eins fengið að berjast. Þeir geta alveg eins fengið að „stræka“ og standa í því að safna sínum verkfallssjóðum og annað slíkt. Það er engin ástæða til þess, að fyrst eigi Dagsbrúnarmenn að berjast og aðrir verkamenn fyrir launum allra í þjóðfélaginu og svo, þegar allir aðrir eru búnir að fá meiri hækkanir en nokkru sinni fyrr, þá eigi að slengja í lás fyrir Dagsbrúnarmönnum. Svona hlutir geta ekki gengið. Ég held þess vegna, að það ætti að breyta þeim lögum og afnema þessi lög um kjaradóminn og láta þessa menn fá sinn verkfallsrétt, láta þá standa í því.

Svo er sagt við okkur, að útgerðin beri sig ekki. Útgerðin ber sig. Hún gerir miklu meira en að bera sig. Hún ber uppi allt þjóðfélagið, hún ber uppi alla heildsalana, hún ber uppi alla olíuhringana, hún ber uppi öll vátryggingarfélögin, hún ber uppi alla bankana. En þessir menn, sem hún ber á sínum öxlum, þeir eru svo frekir að reyta af henni, að hún stendur stundum ekki bara nakin eftir, heldur rífa þeir út úr holdinu líka, og það eru þessir menn, sem sitja á hennar öxlum, sem þarf að reka niður af öxlunum. Ef hér á Íslandi hefði átt sér stað sæmileg kapítalistísk þróun, þá mundi, býst ég við, sá hringur, sem þá hefði komið upp hjá útgerðinni, hafa tekið í sínar hendur olíusölu, tekið í sínar hendur vátryggingar, tekið í sínar hendur ýmislegt af því, sem alls konar heildsalar hafa núna og græða á, þegar þeir eru að selja útgerðinni. Öll venjuleg kapitalistísk þróun á Íslandi hefur verið meira eða minna eyðilögð, þannig að þær venjulegu framfarir, sem verða í kapitalistísku þjóðfélagi, hafa ekki orðið hér, þannig að atvinnurekendurnir hafa aldrei haft það aðhald, sem þeir þurftu frá ríkisvaldinu og frá bönkunum til þess að breyta jafnóðum sínum eigin rekstrarháttum, um leið og verkamennirnir hækkuðu kaupið hjá þeim.

Ef verkamenn hækkuðu kaup hjá sjávarútveginum, hjá togaraútgerð, hjá hraðfrystihúsi, — hvað hefði undir venjulegu kapítalistísku skipulagi viðkomandi, t.d. Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna, hugsað? Hún hefðu hugsað: Ja, ég stend ekki undir þessari kauphækkun. Ég verð að berja niður þessa vexti, sem ég hef, eða a.m.k. lækka þá. Ég verð að kaupa sjálf inn alla olíuna til að láta olíuhringana hætta að græða á mér. Ég verð að koma sjálf upp vátryggingum til þess að vátryggja fyrir alla útgerðina og láta ekki vátryggingarfélögin græða á mér og verða með voldugustu lánastofnunum landsins. — Svona hefði velviljuð kapítalistísk þróun gengið fyrir sig á Íslandi. Og ef menn þora ekki að láta þessa þróun ganga fyrir sig, þá verða menn að láta ríkið grípa inn í til þess að þjóðnýta þá starfsemi, sem þarf til þess, að útgerðin geti staðið undir þeim kauphækkunum, sem fram eru knúðar. Allt þetta kerfi hefur verið hringavitlaust á Íslandi, og það er ekki við því að búast, að verkalíðurinn í landinu sætti sig við það, að auðmannastéttin heimti margfaldan gróða af öllu því, sem hér er unnið, og svo komi meira að segja ríkið ofan á allt saman með sitt 7% útflutningsgjald á útflutningsafurðunum.

Það dugir ekki að hlífa íslenzkri auðmannastétt við því að verða að gera svo vel að laga sinn rekstur eftir kröfum tímans. Það er ófært að láta þá komast upp með það að stjórna íslenzku atvinnulífi verr og vitlausar og ranglátar en nokkur yfirstétt gerir hér í nágrenninu, — og það er það, sem hún gerir. Lægsta kaupið, sem þekkist á Norðurlöndum eða Vesturlöndum, það er hérna á Íslandi núna. Okkar auðmannastétt hefur ekki kunnað að stjórna betur en þetta, og það er m.a. vegna þess, að hún fær ekkert aðhald frá ríkisvaldinu og hefur getað fengið að nota ríkisvaldið allan tímann til þess að lækka í sífellu verðgildi krónunnar og lækka gengið svo öðru hvoru. Og það er þetta ástand, sem er áþolandi, og það er þetta ástand, sem verður að breytast. En hæstv. ríkisstj. hefur aldrei verið til viðræðu um að endurskoða þetta kerfi, þetta hringavitlausa kerfi, sem getur ekki haldið áfram.

En það er ekki nóg með það, að þetta kerfi sé vitlaust og kannske það, sem er sökin á því, hvernig komið er. Það hefur alllengi verið svo. En það er annar hlutur, sem hefur gerzt og mér finnst ægilegastur í þessum hlutum. Og mér sýnist, að þetta frv., sem hér liggur fyrir, eigi að slá botninn í það, og það er, að það á að skapa nýja stéttaskiptingu á Íslandi. Öll þróun í félagsmálum okkar Íslendinga, það sem af er þessari öld, hefur verið í áttina til jafnaðar. Við munum, að hálaunamennirnir, embættismennirnir á 19. öld, voru hátt launaðir. Ég man alltaf eftir því, þegar verið var að breyta hér launalögunum, — ég held, að það hafi verið 1950, — og var reiknað út t.d., hvað biskupinn á Íslandi hafi haft í lok 19. aldarinnar. Það var miðað við peningana 1960 og var, ef ég man rétt, í kringum 288 þús. kr., og það voru miklir peningar þá, því að ég held, að ráðherralaun hafi ekki verið undir 90 þús. kr. þá. En um leið og við fórum að ráða okkar málum, um leið og áhrif almennings fóra að verða meiri á Íslandi, um leið og almennur kosningarréttur kom hér til, nm leið og bændur og verkamenn fóru meira að segja að hafa eitthvað að segja, þá gekk það sem rauður þráður í gegnum alla félagsmálastarfsemina, frá því um 1900 og þar til nú, að það væri verið að jafna launin, að það væri verið að skapa jöfnuð meðal manna á Íslandi. Og það var í samræmi við allt það bezta, sem er til í okkar þjóðarerfð frá upphafi vega.

Stundum hefur það verið sagt í gríni, stundum í alvöru: „hvað höfðingjarnir hafast ati, hinir ætla sér leyfist það“ — og það hefur þótt hér einmitt eitt helzta lof, sem sagt hefur verið um íslendinga, að þeir væru höfðingjar, að Íslendingurinn áliti sig jafngóðan hvaða konungi eða hvaða tignarmanni sem væri, og það þó að hann væri verkamaður eða sjómaður. Og við höfum verið öðrum þjóðum til fyrirmyndar í þessu efni, því að það hefur ríkt í okkur viss lýðræðiskennd, sem er eldri en nokkurt núverandi lýðveldi og nokkrar pólitískar lýðræðishugmyndir, alveg frá okkar íslendingasögum og frá því, sem var fyrir þær, — sú tilfinning, að mennirnir væru jafnir, sú tilfinning, sem slegið hefur verið fastri, m.a. í stjórnarskrám ýmissa ágætra ríkja. Og þetta höfum við að miklu leyti reynt að framkvæma í praxís hérna heima, og við höfum og ættum að geta verið fyrirmynd annarra þjóða í þessu efni. Og einmitt af því, að á okkar niðurlægingaröldum vorum við nokkuð djúpt sokknir í þessu, þá er hart, ef nú ætti að fara að halda þarna til baka.

Það, sem mér finnst þess vegna ljótast í því, sem gerzt hefur á síðari hluta þessa árs, er, að einmitt eftir að þessi gífurlegi launamismunur var ákveðinn með kjaradómnum, þá skuli hæstv. ríkisstj. detta í hug að bjóða þeim lægst launuðu, sem bera þjóðfélagið á herðum sínum, þeim sem vinna í framleiðslunni, upp á að loka nú á þá. Ég hefði skilið það hjá hæstv. ríkisstj., ef hún hefði sagt: Nú, fyrst þessir háttvirtu embættismenn, sem settir eru þarna í þennan kjaradóm, dæma svona, fyrst ykkur finnst þið þurfa slíkt, þá er ekkert óeðlilegra, þó að verkamenn þyrftu að hækka um ein 30% — eða eins og hæstv. forsrh. sagði, um 40%, eins og verkamenn hafa krafizt. Það er bezt, að þeir hækki það, svo lækkum við bara hjá öllum á eftir, og við lækkum það jafnt. Og þá verður það meira á þá, sem mest hafa, og tiltölulega minna á þá, sem minna hafa. — Það hefði ég skilið.

En nú, þegar þessir hálaunamenn eru búnir að fá sitt, þegar manni virðist bókstaflega að verið sé að byggja upp heldri manna stétt í landinu, þá er mér nóg boðið. Ég man eftir því, þegar maður skoðaði bókmenntirnar hér í gamla daga, þá var eitthvað, sem hét Stafrófskver fyrir heldri manna börn. Það var danskt, vafalaust, að uppruna, og þá var líka til stafrófskver fyrir — ég man ekki, hvort það var minni manna börn eða múgamanna börn, það var stéttahugmyndin, sem þá var. Og mér sýnist, að það, sem nú sé verið að hugsa um að gera, sé að ákveða launakjör fyrir heldri menn á Íslandi, og svo skal hinum skammtað með ofbeldislögum, múgamönnum, þeim sem eru nógu góðir til að þræla í togaraafgreiðslu og til þess að sjá um, að heldri mennirnir hafi eitthvað til þess að geta fengið há laun fyrir.

Við skulum gá að því, að mennirnir, sem þjóðfélagið byggist á, að þessir menn, það eru mennirnir, sem vinna á sjónum, það eru mennirnir, sem vinna að fiskinum, það eru þessir menn, sem öll yfirbyggingin byggist á, allir þeir finu menn, sem sitja hér í hálaunastöðunum. Það er ekki að undra, þótt sú fyrsta tilfinning, sem grípur um sig hjá Íslendingi, sem vinnur við hafnarvinnu hér og alinn er upp í okkar jafnaðarhugmyndum, hún sé, að nú eigi að gera hann að annars klassa manni.

Ég þykist vita, að hv. þm. fylgist með því, sem er að gerast í Bandaríkjunum um þessar mundir. Negrarnir í Bandaríkjunum hafa verið meðhöndlaðir eins og annars klassa menn. Og þeir eru að rísa upp á móti því, og það er að gerast svo að segja þjóðfélagsbylting í Bandaríkjunum í sambandi við þessa uppreisn þeirra og allra þeirra, sem styðja þá. Þeir una því ekki að vera annars klassa borgarar. Á sama tíma kemur frv. hér fram um að gera ófaglærðu verkamennina á Íslandi, lægst launuðu verkamenn á Íslandi, að annars klassa borgurum, að vísu ekki eins vel launuðum og Bandaríkjaþjóðfélagið tryggir lægst launuðu negrum þar. Þeim er tryggður einn dollar og 15 cent, frekar en 1 dollar 25 cent um tímann. Dagsbrúnarmaðurinn hefur í dag helminginn af því. Hann hefur sett fram kröfu um að komast upp undir dollara á tímann. Honum er svarað með þvingunarlöggjöf. Við íslendingar erum ekki aumari en negrarnir í Bandaríkjunum til að berjast fyrir okkar rétti, og við finnum áreiðanlega ekki síður til en þeir. Þess vegna verða viðbrögð manna, sem þannig er farið með, þau, að það er ekki bara peningurinn, sem þeir eru að hugsa um, heldur aðferðin, sem er beitt við þá. Prentararnir, sem ákváðu í gærkvöld að halda sínu verkfalli áfram, þykjast nokkurn veginn vita það, að þeir beri máske ekki neitt fjárhagslegt úr býtum fyrir það að stöðva nú, en þeir gera það vegna sinnar sómatilfinningar, þeir gera það vegna heiðurs sins. Þess vegna hefur hæstv. ríkisstj. gert óskaplega pólitíska skyssu með því að bera þetta frv. fram.

Það er með þessu frv. m.a. verið að segja við olíuhringana: Þið megið ekki hækka hjá ykkur. — Hver heldur þú, að segi, að olíuhringarnir bæru ekki hækkun, þó að verkamennirnir færu upp í 40 kr. á tímann hjá þeim? Það er verið að segja við áburðarverksmiðjuna: Það má ekki hækka. — Áburðarverksmiðjan hefur 12 millj. kr. gróða á ári. Vinnulaun öllsömun þar eru rúmar 5 millj. Það er verið að segja manni í þessum röðum: Þú mátt ekki hækka. — Og það er verið að reyna að segja við okkur: Þjóðfélagið ber þetta ekki. — Þjóðfélagið ber ekki þá gróðamyndun, sem á sér stað hjá svo og mörgum hringum hérna. Það er það, sem þjóðfélagið ekki ber, og það er það, sem þarf að skera niður, einmitt til þess að hjálpa sjávarútveginum. Það hefur aldrei annar eins auður verið skapaður á Íslandi og af þessari kynslóð, einmitt eins og af þessum verkamönnum, sem núna er verið að fara svona með og er búið að fara þannig með nú í 20 ár, að þeir búa við lægra raunverulegt kaup en 1945. Það, sem er verið að gera með þessu, er að gera verkamenn að þrælum. Auðmennirnir mega hafa sinn gróða, þeir mega halda áfram að græða, þeirra gróði er ekki skertur. Þeim er meira að segja tryggt, að þeir fái að halda allri álagningu og öllu slíku áfram. Það er meira að segja gert ráð fyrir, að þó að kynni að hækka eitthvað efni, þá eigi þeir að fá uppbót á það. Því mættu þeir þá ekki tapa á einhverju í tvo mánuði, ef það á ekki að standa lengur? Eins og það gerði nokkuð til, eins og þeir gætu ekki borið það, eins og það hefði ekki verið hægt um leið að lækka bara svo og svo mikið í þjóðfélaginu.

Hæstv, forsrh. sagði, að þjóðin hefði aldrei lifað við eins góð lífskjör. Hann sagði nú raunar um leið, að það hefði aldrei verið grætt meira á Íslandi, og þar rataðist honum nú satt á munn. Auðvitað hefur aldrei verið grætt meira á Íslandi en núna, aldrei nokkurn tíma. En verkamenn hafa heldur aldrei þrælað eins á Íslandi og núna. Ég man eftir því, þegar ég kom til Reykjavíkur í 6. bekk menntaskólans, veturinn 1920–1921 líklega, er verið að setja togaravökulögin í gegnum þingið. Það var verið að knýja það fram, að verkamenn á togurum þyrftu ekki að vinna meir en 12 tíma á dag. Það sagði ágætur maður við mig, sem ég held mikið upp á, sem var framarlega í þeim flokki, sem seinna varð Íhalds- og Sjálfstfl., indæll maður, sem sagði við mig: Ja, nú er togaraútgerðin á Íslandi eyðilögð. — Menn héldu það þá, að með því að lögleiða 12 tíma hvíld á togurum, þá væri búið að eyðileggja togaraútgerðina á Íslandi. Núna í dag þræla verkamenn upp undir 12 tíma og stundum lengur. 72 stunda vinnuvika er meira að segja algeng. Það datt engum í hug 1921, að verkamenn ættu að þræla þetta. Og það þótti rétt að reyna að takmarka þetta hjá togarasjómönnum. Nú er Ísland orðið alræmdasta land Norðurálfu fyrir vinnuþrældóm, og hvergi tíðkast eins langur vinnuþrældómur og hérna, og hvergi er börnum og unglingum eins þrælað út og hér. Ísland er í dag land, sem er svipaðast og England á tímum iðnaðarbyltingarinnar, sem hefur verið tekið til viðvörunar í öllum mannkynssögum fyrir unglingaþrældóm. Það er þrælað þannig í dag á Íslandi, að hvern einasta útlending, sem hingað kemur, rekur í rogastanz. Og þegar menn eru jafnvel að sýna útlendingum hraðfrystihúsin hérna, þá reyna menn að forðast að sýna þeim viss hús, vegna þess að það sé mestallt rekið af unglingavinnu þar. Ástandið, sem verið er að skapa hjá íslenzkum verkalýð hvað snertir lág laun og hvað snertir langan vinnutíma, er að verða þannig, að farið er að verða Íslandi til skammar um víða veröld. Þegar í erlendum tímaritum er verið að taka sem dæmi, hvernig mönnum sé þrælað út, t.d. í Venezúela, í landi, sem er ein af nýlendum og ameríska olíukapítalið hagnýtir þannig, þá er það tekið sem dæmi, að vinnulaunin séu sex sinnum lægri en í Bandaríkjunum, þau séu ekki nema 1 dollar á tímann. Þetta er þess vegna fyrir neðan allar hellur. Það er Ísland, sem er fyrir neðan allar hellur. Og svo koma menn hérna og ætla að segja við okkur, sem þekkjum ofur litið ástandið í veröldinni, að það sé lífsspursmál til þess að bjarga að binda kaupið hjá þessari verkalýðshreyfingu.

Hæstv. forsrh. sagðist hafa vonað, að atvinnurekendur og verkamenn leystu þetta sín á milli. Hví í ósköpunum fá þeir ekki að leysa þetta sín á milli? Hví er ríkisstj. að skipta sér af þessu? Hún er einmitt að hindra það. Hæstv. forsrh. gaf mjög harðvítuga lýsingu á öngþveitinu, sem væri í þjóðfélaginu. Það var rétt lýsing hjá honum. Hann sagði, að það væri of mikið, sem verið væri að framkvæma. Það er alveg rétt hjá honum, það er of mikið, sem verið er að framkvæma. En hvernig stendur á, að það er of mikið, sem verið er að framkvæma? Það stendur þannig á því, að mönnum var gefið þetta frjálst, og það var vitleysa að gefa mönnum þetta frjálst. Við höfum engin efni á því, þegar við þurfum að gera hitt og þetta nytsamlegt, að verja því þá í einhvern óþarfa. Við höfum ekki efni á því að byggja banka og kirkjur eða bílaumboðshallir eða slíkt, þegar við þurfum að byggja nauðsynleg hús yfir fólk og nauðsynlegar verksmiðjur til að vinna í. Og það þýðir, að við verðum að banna að byggja banka eða kirkjur eða bílaumboðshallir, á meðan við erum að ljúka hinu. Og það er þessi niðurstaða, sem hæstv. forsrh. kemst að.

En hvað þýðir þetta? Það þýðir, að við verðum að taka upp annað kerfi. Það þýðir, að við verðum að áætla í okkar þjóðfélagi, hvað við getum leyft okkur að byggja, að við verðum að hafa áætlunarbúskap á þessu, að þetta frelsiskerfi, sem hér hefur verið innleitt, það dugir ekki. Þetta öngþveiti stafar af þessu frelsiskerfi. Og því verður aldrei nokkurn tíma stjórnað með neinum bankaráðstöfunum. Hvað gerist, ef þið ætlið að reyna að stjórna þessu með bankaráðstöfunum? Það gerist það, að fólkið tekur sparifé úr bönkunum og lánar það sjálft, þar sem það fær markað fyrir það. Féð bara streymir út. Hvað var aukningin á sparifé í sept.? 5 millj., ef ég man rétt. Hvað var hún fyrir ári í sept.? 66 millj. Það streymir burtu.

Þið eigið ekki að láta þessa skólapilta, sem þið hafið látið stjórna landinu, hafa vit fyrir ykkur í stað þess að hafa vit sjálfir. Þið eigið ekki að láta þá stjórna landinu lengur. Þetta frelsiskerfi þeirra er búið að koma öllu í öngþveiti hjá ykkur. Það er ekki hægt með þessum sjálfkrafa aðferðum að stjórna svona litlu þjóðfélagi. Það er alveg rétt, að það er hægt að stjórna Bandaríkjunum með svona kerfi, það er hægt að stjórna Bretlandi með svona kerfi, en það er ekki hægt að stjórna Íslandi með svona kerfi, það er ég búinn að segja ykkur hvað eftir annað. Og þið eigið ekki að vera að gera þjóðina lengur að tilraunadýrum fyrir einhverja skólapilta. Okkar þjóðfélag er of lítið til þess. Og ég vil líka bæta því við, að okkar yfirstétt er of stór. Landið ber ekki svona stóra yfirstétt. Hún þarf að minnka. Og hún mundi í hverju venjulegu frjálsu auðvaldsþjóðfélagi hafa minnkað. Þeir hefðu „konkúrrerað“ hver annan niður, og þeir veikari hefðu orðið undir og þeir sterkustu hefðu lagað sinn rekstur betur. Þannig hefði það gengið til þar.

Ég veit ekki, hvort það þýðir nokkuð, að hæstv. ríkisstj. er öðru hverju að tala um, að hún vilji ræða þessi mál. En í hvert skipti, sem henni er bent á eitthvað og þá hagfræðilegar staðreyndir, þá þagnar hún við. Hæstv. ríkisstj. veit, að við Íslendingar verjum meira en nokkur önnur þjóð í Evrópu til fjárfestingar, 33% af öllum okkar þjóðartekjum. En hvernig ráðstöfum við þessu til fjárfestingar? Fjárfesting t.d. hjá Norðmönnum og Dönum skiptist þannig, að til neyzlufjárfestingar fara 25%, til framleiðslufjárfestingar 75%. Það þýðir, að 75% af fjárfestingunni fara til hess að geta aukið framleiðsluna. Hvernig er svo þessi skipting hér á Íslandi? Hún var seinast, þegar þessar tölur voru teknar, 56% til neyzlufjárfestingar, 44% til framleiðslufjárfestingar, alveg öfugt hlutfali við allt, sem þekkist í Evrópu.

Ég skil það vel, að ef forsrh. væri enn þá í sínum gamla dúr, sem hann var stundum í, þegar hann var að tala um hagfræðinga, þá mundi hann ekki gera mikið með þessa hluti. Þá var hann vanur að segja, þegar verið var að benda á einhverja hagfræðilega hluti, þá sagði hann: „Já, það er nú svo, fyrst kemur lygi, svo kemur haugalygi og svo kemur, hagfræði.“ Það var nú þegar það var. En það lítur út fyrir, að hann sé farinn að ganga svo mikið í barndóm núna, að nú sé hann farinn að taka hagfræðingana alvarlega, og það er það merki, sem mér þykir sárast að hafa séð á honum, að hann skuli vera farinn að taka mark á þeim. Hitt var þó betra, á meðan hann leit þannig á, að það væri þó yfir alla haugalygi, það sem þeir segðu. Bágast af öllu á ég með að skilja, þegar hæstv. ráðherrar eru að tala um, að þeir séu að gera þetta allt saman fyrir láglaunamennina. Já, þetta er líkingin, sem Leo Tolstoj. einu sinni talaði um, þegar hann var að lýsa ríka manninum, sem sæti á herðum þess fátæka og segðist allt vilja fyrir hann gera nema fara af baki. Mér heyrðist á ríkisstj., að hún vildi allt fyrir þá lægst launuðu gera nema létta af þeim kúguninni. Ég held hún væri jafnvel tilbúin að byggja fangelsi fyrir þá, hvað þá annað. Líklega hefur hæstv. forsrh., af því að stundum er Sjálfstfl. farinn að tala svo mikið kristilega upp á síðkastið, haft það í huga, þegar hann talaði svo fallega um þá lægst launuðu: „Það, sem þú gerir mínum minnsta bróður, það gerir þú mér.“ Og þetta frv. á kannske að vera sönnun Sjálfstfl. fyrir því, að hann sé að verða kristilegur í framkvæmd. En því segi ég það: Hvernig getur hæstv. ríkisstj. dottið í hug að segja í öðru orði, að það eigi að taka henni með góðhug og skilningi, en píska menn svo með hinu? Henni hefur alltaf verið mætt með góðhug ott skilningi. En verkalýðnum hefur verið svarað hvað eftir annað með svipuhöggum, en þetta er það naprasta.

Hæstv. viðskmrh. hefur víst ekki haft sig mikið í frammi hérna. Það er ósköp skiljanlegt, að Alþfl. hafi sig ekki mikið í frammi nú. Hann sagði með sín um fallega málróm: „Menn verða að sannfærast um, að gengi krónunnar verði stöðugt.“ Og af hverju eiga menn nú að sannfærast um það? Hvernig í ósköpunum ætlar hann að sannfæra einhvern mann um það? Hvernig eiga menn að sannfærast og það eftir þá reynslu, sem þeir hafa? Nei, láglaunafólkið getur ekki treyst því, sem hæstv. viðskmrh. segir. Hæstv. viðskmrh. hefur haft tækifæri til þess að reyna að sanna ýmislegt í þessum efnum, og hann hefur ekki notað þau. Menn hafa haft tækifæri til þess að sýna, hvað þeir vildu gera í þessum efnum, en nú er auðséð, að nú á að fara leið valdsins, sýna styrkleikann, setja hnefann í borðið, beita ríkisvaldinu gagnvart alþýðunni, og þá er ekki um annað að gera en duga eða drepast.

Það á að svipta verkamenn frelsi til þess að fá fram kauphækkun nú. Það, sem þarf að gera, er að setja höft á hina hamslausu gróðamyndun í landinu, setja höft á braskið í landinu, þá aðila á að svipta frelsi. Það er frelsið til gróðamyndunarinnar, sem á að taka af mönnum, áður en frelsið er tekið af þeim lægst launaða til þess að geta hækkað sitt kaup. Við skulum sýna ykkur það, að það er hægt að taka við öllum rekstri á Íslandi, eins og hann er nú, og reka hann þannig, að hann ber hækkað kaup hjá almenningi. Það er alveg óhætt.

Hæstv. ríkisstj, segir, ég held það hafi verið hæstv. viðskmrh., að ríkisstj. vilji fá tíma til að hugsa. Jæja þá, á fimmta ríkisstjórnarári, þá ætlar hún loksins að fara að hugsa. Mér lízt nú ekki á, hvað koma mundi út úr þeirri hugsun. Það er sagt um hænu, að ef menn draga krítarstrik í kringum hana, þá þori hún ekki að hoppa út fyrir krítarstrikið. Og mér sýnist satt að segja vera eitthvað svipað ástatt með hæstv. ríkisstj.. Kerfið, sem hagfræðingarnir hafa strikað í kringum hana, það sviptir hana, rétt eins og hænuna, öllum möguleika til þess að hugsa. Það, sem hún þarf að gera, er að hoppa út fyrir krítarstrikið. Það, sem hún þarf að gera, er að breyta um kerfi, komast út úr þessu kerfi, rjúfa þennan vítahring, svo að ég noti orð hæstv. dómsmrh. Meðan hún er að hoppa inni í þessu kerfi, þá finnur hún aldrei nein úrræði, — aldrei.

Við höfum í fjögur ár búið við efnahagslegt alræði braskaranna hér á Íslandi, fyrst og fremst verzlunarauðvaldsins, og það er það auðvald, sem í sínu hamslausa braski er búið að sporðreisa atvinnulífið núna. Það, sem þessi lög tákna, ef þau verða samþykkt, það er pólitískt alræði þessara braskara. Það eru kaupbannslög þeirra, það eru kaupkúgunarlög þeirra, það er bann á verkföllum. Og eins og nú er komið málum er ekki hægt að líta öðruvísi á en ef hæstv. ríkisstj. kæmist upp með að fá svona lög samþykkt og framkvæma svona lög, þá mundi vera haldið áfram á sömu braut. Þegar lög, sem þó voru ekki eins svívirðileg og þessi, gerðardómslögin 1942, voru sett, þá voru þau eyðilögð. Og í krafti þess, að þau voru eyðilögð, voru sköpuð þau betri lífskjör á Íslandi, sem síðan hafa verið. Sem sé það, að lífskjör á Íslandi frá 1942 til 1963 hafa verið miklu betri en lífskjörin voru frá 1930 til 1940, það stafar að því, að þessi gerðardómslög voru brotin.

Alþingi á ekki að líta á sig sem neina afgreiðslustofnun fyrir neina ríkisstj. Það á sjálft að taka ábyrgð á því, sem það gerir. Og Alþingi á að taka í taumana, þegar gerðir eru þeir hlutir, sem nú er stofnað til. Gerðardómslögin 1942 hefðu líklega aldrei verið gefin út, ef þau hefðu verið lögð fyrir Alþingi. Og hefðu þau verið lögð fyrir Alþingi, þá hefðu þau aldrei verið samþykkt. Það er mikill misskilningur, mikil pólitísk heimska af hæstv. ríkisstj. að láta sér detta í hug að leggja þessi lög fram. Alþ. þarf að hafa vit fyrir ríkisstj. og fella þessi lög, svo að þjóðfélagið þurfi ekki að verða að ófriðarbáli til að eyðileggja þau úti í þjóðfélaginu á eftir.