Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 627, 111. löggjafarþing 3. mál: viðskiptabankar og sparisjóðir (verðbréfafyrirtæki).
Lög nr. 15 22. mars 1989.

Lög um breytingu á lögum nr. 86/1985, um viðskiptabanka, og breytingu á lögum nr. 87/1985, um sparisjóði.


I. KAFLI
Breyting á lögum nr. 86/1985, um viðskiptabanka.

1. gr.

     Í 28. gr. laganna kemur ný málsgrein er verður 3. mgr.:
     Viðskiptabanka er heimilt þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. þessarar greinar að starfrækja verðbréfafyrirtæki er starfar samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði.
     3. mgr. laganna verður 4. mgr. og orðast svo:
     Að öðru leyti en um getur í þessari grein má viðskiptabanki ekki á neinn hátt bera ábyrgð sem þátttakandi eða meðeigandi í rekstri annarra félaga.

II. KAFLI
Breyting á lögum nr. 87/1985, um sparisjóði.

2. gr.

     Í 32. gr. laganna kemur ný málsgrein er verður 3. mgr.:
     Sparisjóði er heimilt þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. þessarar greinar að starfrækja verðbréfafyrirtæki er starfar samkvæmt lögum um verðbréfaviðskipti og verðbréfasjóði.
     3. mgr. laganna verður 4. mgr. og orðast svo:
     Að öðru leyti en um getur í þessari grein má sparisjóður ekki á neinn hátt bera ábyrgð sem þátttakandi eða meðeigandi í rekstri annarra félaga, sbr. þó 33. gr.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. mars 1989.