Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 738, 111. löggjafarþing 287. mál: lyfjadreifing (sala bóluefnis til ónæmisaðgerða o.fl.).
Lög nr. 22 18. apríl 1989.

Lög um breytingu á lögum nr. 76/1982, um lyfjadreifingu, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við síðustu málsgrein 36. gr. laganna bætist eftirfarandi málsliður: Lyfjaverslun ríkisins er þó heimilt að selja bóluefni til ónæmisaðgerða samkvæmt lögum nr. 38/1978, um ónæmisaðgerðir, með síðari breytingum, svo og flúortöflur og flúorupplausnir til tannverndar, til lækna (tannlækna), heilsugæslustöðva og sjúkrahúsa.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 5. apríl 1989.