Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 980, 111. löggjafarþing 298. mál: afnám ýmissa laga um iðnaðar- og orkumál.
Lög nr. 33 12. maí 1989.

Lög um afnám ýmissa laga um iðnaðar- og orkumál.


1. gr.

     Eftirtalin lög eru felld úr gildi:
  1. Lög nr. 23 12. september 1917, um heimild handa bæjar- og sveitarstjórnum til að taka eignarnámi eða á leigu brauðgerðarhús o.fl.
  2. Lög nr. 22 13. janúar 1938, um heimild fyrir ríkisstjórnina til þess að fyrirskipa blöndun á þurrmjólk í brauð í brauðgerðarhúsum, og til þess að ákveða hámarksverð á brauði og þurrmjólk.
  3. Lög nr. 21 5. apríl 1971, um olíuhreinsunarstöð á Íslandi.
  4. Lög nr. 49 29. maí 1957, um Tunnuverksmiðjur ríkisins.
  5. Lög nr. 46 14. maí 1974, um stofnun undirbúningsfélags fiskkassaverksmiðju.
  6. Lög nr. 107 31. desember 1971, um undirbúning þörungavinnslu að Reykhólum.
  7. Lög nr. 107 27. desember 1973, um þörungavinnslu við Breiðafjörð, með breytingu gerðri með lögum nr. 14 23. maí 1975.
  8. Lög nr. 59 4. júní 1981, um stálbræðslu.
  9. Lög nr 45 30. júní 1942, um sérleyfi til þess að veita raforku frá Sogsvirkjuninni til Selfoss, Eyrarbakka og Stokkseyrar.
  10. Lög nr. 28 16. apríl 1971, um virkjun Svartár í Skagafirði.
  11. Lög nr. 105 31. desember 1974, um virkjun Bessastaðaár í Fljótsdal.


2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. apríl 1989.