Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1085, 111. löggjafarþing 300. mál: almannatryggingar (endurhæfingarlífeyrir).
Lög nr. 39 19. maí 1989.

Lög um breytingu á lögum um almannatryggingar, nr. 67/1971, með síðari breytingum.


1. gr.

     Á eftir 1. mgr. 12. gr. laganna komi ný málsgrein svohljóðandi:
     Heimilt er Tryggingastofnuninni, þegar ekki verður séð hver örorka verður til frambúðar eftir sjúkdóma eða slys, að greiða endurhæfingarlífeyri í allt að tólf mánuði eftir að greiðslu sjúkra- eða slysadagpeninga lýkur eða þar til unnt er að meta varanlega örorku, þó aldrei lengur en í 18 mánuði. Skilyrði er að sjúklingur gangist undir greiningu eða meðferð á sjúkrastofnun eða utan slíkrar stofnunar eftir reglum sem tryggingaráð setur og ráðherra staðfestir. Endurhæfingarlífeyrir skal nema sömu fjárhæð og elli- og örorkulífeyrir. Um tekjutryggingu og aðrar tengdar bætur fer eftir sömu reglum sem um elli- og örorkulífeyri. Sjúkrahúsvist í greiningar- og endurhæfingarskyni skerðir ekki bótagreiðslur.

2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1990.

Samþykkt á Alþingi 6. maí 1989.