Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1332, 111. löggjafarþing 35. mál: skipan gjaldeyris- og viðskiptamála (vörukaupalán).
Lög nr. 68 29. maí 1989.

Lög um breytingu á lögum nr. 63 31. maí 1979, um skipan gjaldeyris- og viðskiptamála, með síðari breytingum.


1. gr.

     1. og 2. mgr. 12. gr. laganna orðist svo:
     Ekki mega opinberir aðilar né einkaaðilar semja um að taka lán erlendis nema með samþykki ríkisstjórnar. Til lána telst í þessu sambandi hvers konar greiðslufrestur á þjónustu, svo og leigusamningar. Greiðslufrestur á vörum, sem innflytjandi tekur án ábyrgðar banka eða annarra fjármálastofnana, fellur ekki undir þetta ákvæði.
     Viðskiptaráðuneytið setur, að höfðu samráði við Seðlabankann, reglur um erlendar lántökur og um mörkin milli þeirra og greiðslufrests á vörum.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. maí 1989.