Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1312, 111. löggjafarþing 56. mál: námslán og námsstyrkir (framfærslugrunnur).
Lög nr. 70 29. maí 1989.

Lög um breytingu á lögum nr. 72 13. maí 1982, um námslán og námsstyrki.


1. gr.

     Við 1. mgr. 3. gr. laganna bætast tveir nýir málsliðir er orðast svo: Komi fram óskir eða tillögur um breytingar á útreiknuðum framfærslugrunni samkvæmt þessari grein er ráðherra skylt að láta þriggja manna nefnd fjalla um þær áður en slíkar breytingar eru gerðar. Nefndin skal skipuð einum fulltrúa tilnefndum af menntamálaráðherra, einum tilnefndum sameiginlega af samtökum námsmanna, auk hagstofustjóra eða fulltrúa hans og skal hann vera formaður nefndarinnar.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. maí 1989.