Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1282, 111. löggjafarþing 372. mál: almannatryggingar (tryggingaráð, stjórnir sjúkrasamlaga o.fl.).
Lög nr. 75 31. maí 1989.

Lög um breytingu á lögum nr. 67/1971, um almannatryggingar, ásamt síðari breytingum.


1. gr.

     2. mgr. 6. gr. laganna fellur niður.

2. gr.

     7. gr. laganna hljóði svo:
     Rísi ágreiningur um grundvöll, skilyrði eða upphæð bóta leggur tryggingaráð úrskurð á málið.
     Komi ágreiningur fyrir tryggingaráð til úrskurðar og úrlausn hans er að einhverju leyti eða öllu háð læknisfræðilegu, lögfræðilegu eða félagsfræðilegu mati er tryggingaráði hverju sinni heimilt að kveðja sér til ráðuneytis einn til þrjá menn sem hafa sérþekkingu á hlutaðeigandi sviði.

3. gr.

     Ný grein er verði 81. gr. hljóði svo:
     Ráðherra er heimilt í reglugerð að kveða á um nánari framkvæmd laga þessara.

4. gr.

     81. gr. laganna verði 82. gr.

5. gr.

     Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist ný málsgrein er hljóði svo:
     Þrátt fyrir ákvæði b-liðar 43. gr. er Tryggingastofnun ríkisins heimilt á árinu 1989, að fengnu samþykki ráðherra, að greiða sérfræðingum fyrir nauðsynlegar rannsóknir og aðgerðir án þess að til þurfi tilvísun heilsugæslulæknis eða heimilislæknis.

6. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. maí 1989.