Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 335, 112. löggjafarþing 74. mál: lánsfjárlög 1989 (lántökuheimild ríkissjóðs).
Lög nr. 113 20. desember 1989.

Lög um breyting á lánsfjárlögum fyrir árið 1989, nr. 12/1989.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verði á 1. gr. laganna:
  1. Í stað „5.135.000“ í 1. málsl. 1. mgr. komi: 6.285.000.
  2. Í stað „5.300.000“ í 2. málsl. 1. mgr. komi: 11.300.000.
  3. Við bætist ný málsgrein svohjóðandi:
  4.      Fjármálaráðherra er heimilt að endurlána Atvinnutryggingarsjóði útflutningsgreina allt að 900.000 þús. kr. af þeirri fjárhæð sem um getur í 1. málsl. 1. mgr. þessarar greinar.


2. gr.

     Í stað „900.000“ í 7. gr. laganna komi: 1.350.000.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 15. desember 1989.