Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 403, 112. löggjafarþing 76. mál: launaskattur (gjalddagi).
Lög nr. 115 28. desember 1989.

Lög um breyting á lögum nr. 14/1965, um launaskatt, með síðari breytingum.


1. gr.

     Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
  1. 1. mgr. 3. gr., sbr. 7. gr. laga nr. 3/1986, orðist svo:
  2.      Hver almanaksmánuður er uppgjörstímabil launaskatts. Gjalddagi launaskatts er 1. dagur næsta mánaðar á eftir uppgjörsmánuði, vegna launa í uppgjörsmánuði, og eindagi 14 dögum síðar. Beri eindaga upp á helgidag eða almennan frídag færist eindagi á næsta virkan dag á eftir. Launagreiðandi skal ótilkvaddur greiða skattinn innheimtumanni ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra. Greiðslunni skal fylgja greinargerð launagreiðanda um launagreiðslur hans í uppgjörsmánuðinum. Greinargerðin skal vera í því formi sem ríkisskattstjóri ákveður.
  3. Orðin „mánuðina nóvember og“ í 2. málsl. 3. mgr. 3. gr., sbr. 5. gr. laga nr. 5/1982, falli niður.


2. gr.

     Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 1990 og koma til framkvæmda í fyrsta sinn vegna launaskatts sem greiða ber af launum er greidd eru fyrir janúarmánuð 1990.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1989.