Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1078, 112. löggjafarþing 453. mál: bann gegn viðskiptum við Suður-Afríku og Namibíu (niðurfelling gagnvart Namibíu).
Lög nr. 30 8. maí 1990.

Lög um breytingu á lögum nr. 67/1988, um bann gegn viðskiptum við Suður-Afríku og Namibíu.


1. gr.

     Orðin „eða Namibíu“ og „eða Namibía“ í 1. og 2. mgr. 1. gr. laganna falla brott.

2. gr.

     Á eftir 2. mgr. 1. gr. laganna kemur ný málsgrein svohljóðandi:
     1. og 2. mgr. skulu einnig gilda um svæði sem lúta yfirráðum Suður-Afríku.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

4. gr.

     Þegar lög þessi hafa öðlast gildi skulu lögin í heild gefin út að nýju með fyrirsögninni: Lög um bann gegn viðskiptum við Suður-Afríku.

Samþykkt á Alþingi 27. apríl 1990.