Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 272, 113. löggjafarþing 35. mál: ábyrgðadeild fiskeldislána (staðfesting bráðabirgðalaga).
Lög nr. 120 20. desember 1990.

Lög um breyting á lögum nr. 17 3. apríl 1990 um ábyrgðadeild fiskeldislána.


1. gr.

     2. mgr. 8. gr. laganna orðist svo:
     Með gildistöku laga þessara falla úr gildi 3. málsl. 1. mgr. 22. gr., 3. mgr. 22. gr. og setningarhlutinn „og nánari reglur um álagningu og innheimtu gjalda skv. 22. gr. ef til þess kemur“ úr 1. mgr. 23. gr. laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, sbr. lög nr. 3/1989, um breyting á þeim. Skuldaviðurkenningar, sem fiskeldisfyrirtæki hafa gefið út vegna áhættugjalds á grundvelli sömu lagaheimilda, falla einnig úr gildi. Hinn 1. júlí 1990 fellur úr gildi II. kafli laga nr. 45/1971, um Stofnlánadeild landbúnaðarins, sbr. lög nr. 3/1989, um breyting á þeim. Jafnframt því að yfirtaka þær einföldu ábyrgðir, sem Tryggingasjóður fiskeldislána hefur gefið út til handa Framkvæmdasjóði Íslands, skal ábyrgðadeild fiskeldislána yfirtaka sjálfskuldarábyrgðir sem Framkvæmdasjóður hefur undirgengist gagnvart lánastofnun á grundvelli þeirra.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 11. desember 1990.