Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1049, 115. löggjafarþing 533. mál: samkomudagur reglulegs Alþingis 1992 o.fl..
Lög nr. 31 1. júní 1992.

Lög um samkomudag reglulegs Alþingis 1992 o.fl.


1. gr.

     Reglulegt Alþingi 1992 skal koma saman mánudaginn 17. ágúst. Sama dag lýkur 115. löggjafarþingi.
     116. löggjafarþing skal standa til samkomudags reglulegs Alþingis 1993, sbr. 35. gr. stjórnarskrárinnar.

2. gr.

     Frestur samkvæmt ákvæðum 2. mgr. 36. gr. og 6. mgr. 44. gr. laga nr. 55/1991, um þingsköp Alþingis, til að leggja fram lagafrumvörp og þingsályktunartillögur, svo að þau megi koma á dagskrá og til meðferðar, skal á 116. löggjafarþingi vera til 1. apríl 1993.

3. gr.

      Lög nr. 3/1967, um samkomudag reglulegs Alþingis, falla brott.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. maí 1992.