Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1043, 115. löggjafarþing 435. mál: heimild til að selja kirkjujörðina Stóru-Borg (sölukvaðir).
Lög nr. 49 1. júní 1992.

Lög um breyting á lögum nr. 33 22. apríl 1947, um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Grímsneshreppi kirkjujörðina Stóru-Borg, með síðari breytingum.


1. gr.

     Orðin „en óheimilt er honum að selja hana aftur öðrum en Grímsneshreppi eða ríkissjóði og þá á fasteignamatsverði, nema þeir hafni kaupunum“ í 2. mgr. 1. gr. laganna, sbr. 1. gr. laga nr. 70/1974, falli brott.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. maí 1992.