Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1051, 115. löggjafarþing 529. mál: atvinnuleysistryggingar (uppbót vegna kjarasamninga).
Lög nr. 50 1. júní 1992.

Lög um breytingu á lögum nr. 96/1990, um atvinnuleysistryggingar.


1. gr.

     Ákvæði til bráðabirgða III hljóði svo:
     Á árunum 1992 og 1993 er Atvinnuleysistryggingasjóði heimilt að greiða þeim sem þegið hafa atvinnuleysisbætur í samtals fjóra mánuði eða lengur á tólf mánaða tímabili sambærilega uppbót og kjarasamningar aðila vinnumarkaðarins gera ráð fyrir. Í reglugerð, sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra setur að fengnum tillögum stjórnar Atvinnuleysistryggingasjóðs, skal setja nánari reglur um uppbótina.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. maí 1992.