Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 615, 116. löggjafarþing 328. mál: framleiðsla og sala á búvörum (innheimta verðskerðingargjalds).
Lög nr. 5 26. janúar 1993.

Lög um breytingu á lögum um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, nr. 46 27. júní 1985, með síðari breytingum.


1. gr.

     Við ákvæði til bráðabirgða í lögunum bætist nýr stafliður (er verður G-liður), svohljóðandi:
     Fram til 1. september 1993 getur landbúnaðarráðherra, þrátt fyrir ákvæði 4. málsl. 20. gr., heimilað innheimtu verðskerðingargjalds, enda liggi fyrir ósk um það frá stjórn Stéttarsambands bænda.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 14. janúar 1993.