Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 709, 116. löggjafarþing 304. mál: löndun á loðnu til bræðslu.
Lög nr. 14 18. mars 1993.

Lög um afnám laga nr. 97 27. desember 1973, um löndun á loðnu til bræðslu, með síðari breytingum.


1. gr.

      Lög nr. 97 27. desember 1973, um löndun á loðnu til bræðslu, eru úr gildi felld. Jafnframt falla úr gildi lög nr. 98 31. desember 1974 og lög nr. 79 31. desember 1977, um breyting á þeim lögum.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 9. mars 1993.