Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1283, 116. löggjafarþing 587. mál: almannatryggingar (endurgreiðsla kostnaðar við læknishjálp og lyf).
Lög nr. 74 19. maí 1993.

Lög um breytingu á lögum nr. 67/1971, um almannatryggingar, ásamt síðari breytingum.


1. gr.

     Við 43. gr. laganna bætist ný málsgrein er orðast svo:
     Nú verða útgjöld sjúkratryggðs vegna læknishjálpar og lyfja umtalsverð og er þá heimilt að endurgreiða hlutaðeigandi þennan kostnað að hluta eða að fullu að teknu tilliti til tekna og í samræmi við reglur sem heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið setur.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 8. maí 1993.