Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 1037, 117. löggjafarþing 558. mál: heimild til að selja Seltjarnarneskaupstað eyjuna Gróttu.
Lög nr. 53 5. maí 1994.

Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að selja Seltjarnarneskaupstað eyjuna Gróttu.


1. gr.

     Ríkisstjórninni er heimilt að selja Seltjarnarneskaupstað eign ríkisins í Gróttu, þar með talin hvers kyns mannvirki í eigu ríkisins önnur en Gróttuvitann.

2. gr.

     Vita- og hafnamálastofnun á vitann í Gróttu og skal hafa aðgang að honum og eynni og er heimilt að gera allar þær framkvæmdir sem nauðsynlegar teljast vegna reksturs vitans.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 25. apríl 1994.