Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 98, 118. löggjafarþing 74. mál: lánsfjáraukalög 1994 (lántaka ríkissjóðs og húsbréfadeildar).
Lög nr. 126 18. október 1994.

Lánsfjáraukalög fyrir árið 1994.


1. gr.

     Eftirfarandi breyting verður á 1. gr. lánsfjárlaga fyrir árið 1994: Í stað „27.750“ kemur: 29.000.

2. gr.

     Eftirfarandi breyting verður á 4. tölul. 4. gr. lánsfjárlaga fyrir árið 1994: Í stað „11.500“ kemur: 15.200.

3. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 17. október 1994.