Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 508, 121. löggjafarþing 182. mál: ábyrgðir vegna norrænnar fjárfestingaráætlunar fyrir Eystrasaltsríkin 1996--1999.
Lög nr. 162 31. desember 1996.

Lög um auknar ábyrgðir vegna norrænnar fjárfestingaráætlunar fyrir Eystrasaltsríkin 1996–1999 og nýs lánaflokks í Norræna fjárfestingarbankanum til umhverfismála í grannhéruðum Norðurlandanna.


1. gr.

     Ríkisstjórninni er fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að ábyrgjast hluta Íslands, að fjárhæð allt að 330.000 ECU, gagnvart Norræna fjárfestingarbankanum vegna fjárfestingarlána og fjárfestingarábyrgða í tengslum við norræna fjárfestingaráætlun fyrir Eystrasaltsríkin.

2. gr.

     Ríkisstjórninni er fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að ábyrgjast hluta Íslands, að fjárhæð allt að 1.100.000 ECU, gagnvart Norræna fjárfestingarbankanum vegna lána til umhverfismála í grannhéruðum Norðurlandanna.

3. gr.

     Ríkisstjórninni er heimilt að ganga frá samningi við Norræna fjárfestingarbankann um ábyrgðir skv. 1. og 2. gr. Jafnframt er ríkisstjórninni heimilt að staðfesta breytingar á 6. gr. samþykkta bankans með því að bæta við greinina c-lið um lán til umhverfismála í grannhéruðum Norðurlandanna.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 20. desember 1996.