Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 591, 123. löggjafarþing 285. mál: Norræni fjárfestingarbankinn (hlutafé Íslands).
Lög nr. 164 31. desember 1998.

Lög um heimild fyrir ríkisstjórnina til að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingarbankanum og hækka útlánaramma vegna norrænna fjárfestingarlána til verkefna utan Norðurlanda.


1. gr.

     Ríkisstjórninni er fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að samþykkja aukningu á hlutafé Norræna fjárfestingarbankans um 1.191.445.142 ECU, úr 2.808.554.858 í 4.000.000.000 ECU. Jafnframt er ríkisstjórninni heimilt að auka hlutafé Íslands í Norræna fjárfestingarbankanum um 11.914.451 ECU og greiða jafnvirði 321.538 ECU á árunum 1999–2001, auk 678.462 ECU úr hlut Íslands í afskriftasjóði bankans.

2. gr.

     Ríkisstjórninni er fyrir hönd ríkissjóðs heimilt að samþykkja hækkun á útlánarömmum Norræna fjárfestingarbankans vegna norrænna fjárfestingarlána til verkefna utan Norðurlanda (PIL) úr 2.000.000.000 í 3.300.000.000 ECU frá 1. janúar 1999.

3. gr.

     Ríkisstjórninni er heimilt að samþykkja breytingar á 2., 3. og 6. gr. samþykkta bankans í samræmi við þær breytingar sem kveðið er á um í 1. og 2. gr. laga þessara.

4. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 19. desember 1998.