Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF Word Perfect.

Þingskjal 503, 128. löggjafarþing 358. mál: Örnefnastofnun Íslands (afnám stjórnar).
Lög nr. 126 6. desember 2002.

Lög um breyting á lögum nr. 14/1998, um Örnefnastofnun Íslands.


1. gr.

     3. gr. laganna orðast svo:
     Menntamálaráðherra skipar forstöðumann Örnefnastofnunar Íslands til fimm ára í senn. Forstöðumaður skal hafa háskólapróf og fræðilega reynslu á vísindasviði er tengist örnefnafræðum. Forstöðumaður markar stefnu stofnunarinnar, annast daglegan rekstur hennar og er í fyrirsvari fyrir hana út á við. Hann ber ábyrgð á rekstri stofnunarinnar og að starfsemi hennar sé í samræmi við lög og stjórnvaldsfyrirmæli. Jafnframt annast forstöðumaður ráðningu annarra starfsmanna. Menntamálaráðherra setur forstöðumanni erindisbréf.

2. gr.

     Lög þessi öðlast þegar gildi.

Samþykkt á Alþingi 28. nóvember 2002.