1. fundur
Íslandsdeildar Evrópuráðsþingsins á 152. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 7. desember 2021 kl. 12:36


Mætt:

Bjarni Jónsson (BjarnJ) formaður, kl. 12:36
Birgir Þórarinsson (BirgÞ), kl. 12:36
Þórhildur Sunna Ævarsdóttir (ÞSÆ), kl. 12:36

Nefndarritari: Bylgja Árnadóttir

Bókað:

1) Kosning varaformanns Kl. 11:36
Íslandsdeild kaus Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur sem varaformann.

2) Skipun meðlima í málefnanefndir Evrópuráðsþingsins Kl. 12:38
Íslandsdeild ræddi skipun í málefnanefndir Evrópuráðsþingsins og ákvað að fresta ákvörðun sinni.

3) Skipun tengiliða við herferðir Evrópuráðsþingsins Kl. 12:46
Íslandsdeild tilnefndi Þórhildi Sunnu Ævarsdóttur og Bjarna Jónsson sem tengiliði við herferð Evrópuráðsþingsins gegn kynþáttahatri. Birgir Þórarinsson og Þórhildur Sunna Ævarsdóttur voru tilnefnd tengiliðir við herferð þingsins um afnám ofbeldis gegn konum.

4) Önnur mál Kl. 12:50
Íslandsdeild ákvað að óska eftir fundi með utanríkis- og þróunarsamvinnuráðherra í janúar til að ræða komandi formennsku Íslands í ráðherranefnd Evrópuráðsins.

Einnig var ákveðið að óska eftir því við forseta Alþingis að varamönnum Íslandsdeildar yrði heimilað að taka þátt í þingfundum Evrópuráðsþingsins frá og með janúarfundi þingsins 2022 og þar til formennsku Íslands í Evrópuráðinu lýkur í maí 2023.

Þá var ákveðið að sækjast eftir fundi með fulltrúum Íslands á Ráðstefnu sveitar- og héraðsstjórna Evrópuráðsins.

Fundi slitið kl. 13:06