2. fundur
Íslandsdeildar Norðurlandaráðs á 148. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 16. janúar 2018 kl. 12:00


Mættir:


Nefndarritari: Helgi Þorsteinsson

Bókað:

1) Fundaáætlun Íslandsdeildar Norðurlandaráðs 2018 Kl. 12:00
Fundaáætlun var samþykkt samhljóða. Ritari sagði frá fyrirhugaðri heimsókn Britt Bohlin, framkvæmdastjóra Norðurlandaráðs, til Íslands. Hún óskar eftir fundi með íslandsdeild eftir hádegi 28. febrúar eða fyrir hádegi 2. febrúar. Ritara falið að kanna málið.

2) Janúarfundir Norðurlandaráðs í Stokkhólmi 23.-24. janúar 2018 Kl. 12:05
Íslandsdeild Norðurlandaráðs færði upplýsingarnar til bókar.

3) Norræna eldfjallasetrið Kl. 12:15
Íslandsdeild ákvað að boða samstarfsráðherra á fund til að ræða málið fyrir janúarfundi Norðurlandaráðs. Ritara var falið að athuga hvort föstudagur 19. janúar fyrir hádegi hentar. Norðurlandaskrifstofa utanríkisráðuneytisins mun kanna forsögu málsins og senda Íslandsdeild nánari upplýsingar. Ari Trausti Guðmundsson tók að sér að senda Íslandsdeild skriflegan rökstuðning fyrir því að haldið verði áfram fjárveitingum frá Norrænu ráðherranefndinni til Norræna eldfjallasetursins.

4) Tillaga landsdeilda Finnland og Íslands um íslensku og finnsku sem vinnutungumál hjá Norðurlandaráði Kl. 12:20
Íslandsdeild ákvað að leita leiða til að styrkja stöðu íslensku í norrænu samstarfi og að boða sérfræðing á fund til að segja frá nýjungum á sviði túlkunar og þýðinga. Ritara falið að kanna málið.

5) Landsdeild Grænlands óskar eftir túlkun á fundum Norðurlandaráðs Kl. 12:25
Íslandsdeild Norðurlandaráðs færði upplýsingarnar til bókar.

6) Fyrirhuguð tillaga um súrnun sjávar Kl. 12:30
Íslandsdeild Norðurlandaráðs færði upplýsingarnar til bókar.

7) Íslenskir fulltrúar í stjórnsýsluhindranahópinn 2018 Kl. 12:35
Steinunn Þóra Árnadóttir og Anna Kolbrún Árnadóttir lýstu áhuga að taka þátt í starfi stjórnsýsluhindranahópsins. Ritara falið að koma því á framfæri við skrifstofu Norðurlandaráðs.

8) Vorþing Norðurlandaráðs á Íslandi 10.-11. apríl 2018 Kl. 12:45
Íslandsdeild Norðurlandaráðs færði upplýsingarnar til bókar.

9) Sumarfundur velferðarnefndar Norðurlandaráðs í júní 2018 Kl. 12:55
Íslandsdeild Norðurlandaráðs færði upplýsingarnar til bókar.

10) Sumarfundur sjálfbærninefndar Norðurlandaráðs í júní 2018 Kl. 12:56
Íslandsdeild Norðurlandaráðs færði upplýsingarnar til bókar.

11) Sumarfundur forsætisnefndar Norðurlandaráðs í Noregi 26.-28. nóvember 2018 Kl. 12:57
Íslandsdeild Norðurlandaráðs færði upplýsingarnar til bókar.

12) Septemberfundir Norðurlandaráðs í Nuuk á Grænlandi 12.-14. september 2018 Kl. 13:00
Íslandsdeild Norðurlandaráðs færði upplýsingarnar til bókar.

13) Boð utanríkisráðuneytis til alþjóðanefnda um kynningarfundi Kl. 13:10
Íslandsdeild samþykkti að þiggja boðið. Ritara falið að ræða við utanríkisráðuneytið um hugsanlegar dagsetningar.

14) Fundir með samstarfsráðherra Norðurlanda 2018 Kl. 13:15
Samþykkt að boða samstarfsráðherra á fund til að ræða málefni Norræna eldfjallasetursins og önnur mál sem tengjast norrænu samstarfi. Lagt var til að reynt yrði að funda fyrir hádegi föstudaginn 19. janúar. Ritara var falið að kanna málið.

15) Önnur mál (ÍNR 2018) Kl. 13:20
Bogi Ágústsson, formaður Norræna félagsins, bauð Íslandsdeild að koma í heimsókn til félagsins á Óðinsgötu til að kynnast starfseminni. Íslandsdeild samþykkti að taka boðinu. Ritara falið að finna dagsetningu í samráði við Norræna félagið.

Fundi slitið kl. 13:30