1. fundur
Íslandsdeildar þingmannanefndar EFTA á 150. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, þriðjudaginn 5. nóvember 2019 kl. 11:12


Mættir:

Smári McCarthy (SMc) formaður, kl. 11:12
Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir (BjG), kl. 11:14
Brynjar Níelsson (BN), kl. 11:12
Hanna Katrín Friðriksson (HKF), kl. 11:20
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 11:12

Nefndarritari: Stígur Stefánsson

Bókað:

1) Fríverslunarsamningar EFTA Kl. 11:12
Á fund Íslandsdeildar komu Nikulás Hannigan og Nína Björk Jónsdóttir frá utanríkisráðuneyti. Gestirnir fóru yfir drög að endurnýjuðum texta um sjálfbæra þróun í fríverslunarsamningum EFTA og svöruðu spurningum nefndarmanna.

2) Fundir þingmannanefndar EFTA 19.-20. nóvember Kl. 11:35
Farið var yfir drög að dagskrá funda þingmannanefndar EFTA 19.-20. nóvember nk.

3) Önnur mál Kl. 11:40
Fleira var ekki gert.

Fundi slitið kl. 11:40