4. fundur
Íslandsdeildar Vestnorræna ráðsins á 150. löggjafarþingi
haldinn í forsætisnefndarherbergi, þriðjudaginn 15. október 2019 kl. 13:20


Mætt:

Guðjón S. Brjánsson (GBr) formaður, kl. 13:20
Ásmundur Friðriksson (ÁsF), kl. 13:20
Bryndís Haraldsdóttir (BHar), kl. 13:20
Halla Signý Kristjánsdóttir (HSK), kl. 13:20
Inga Sæland (IngS), kl. 13:20

Lilja Rafney Magnúsdóttir boðaði forföll.

Nefndarritari: Bylgja Árnadóttir

Sigurður Ólafsson, framkvæmdastjóri Vestnorræna ráðsins, sat einnig fundinn.

Bókað:

1) Kynning frá utanríkisráðherra Kl. 13:20
Á fund Íslandsdeildar komu Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra ásamt Geir Oddssyni og Diljá Mist Einarsdóttur frá utanríkisráðuneyti. Ráðherra gerði grein fyrir samstarfi Íslands við landsstjórnir Færeyja og Grænlands og svaraði spurningum nefndarmanna.

Fundi slitið kl. 13:35