28.10.2001

Norðurlandaráðsþing í Kaupmannahöfn

Norðurlandaráðsþing kemur saman í 53. sinn í Kaupmannahöfn 29.-31. október árið 2001. Eitt af meginviðfangsefnum þingsins verða tillögur um framtíð norrænnar samvinnu en miklar skipulagsbreytingar á nefndakerfi Norðurlandaráðs standa fyrir dyrum.


Verndun borgaranna, upplýsingahlutverk ríkisfjölmiðla á Norðurlöndum (public service), samstarf við grannsvæði, norrænn vinnumarkaður og atvinnulíf í umbreytingu og sjálfbær þróun á Norðurlöndum verða pólitísk meginviðfangsefni þingsins.


Einnig er búist við því að pólitískar greinargerðir forsætisráðherranna þann 29. október og umræða um utanríkis- og öryggismál í framhaldi af greinargerðum utanríkis- og varnarmálaráðherranna þann 31. október muni vekja meiri athygli en endranær í ljósi síðustu þróunar í alþjóðamálum.


Í Íslandsdeild Norðurlandaráðs sitja þau Sigríður Anna Þórðardóttir, Rannveig Guðmundsdóttir, Arnbjörg Sveinsdóttir, Ísólfur Gylfi Pálmason, Sigríður Jóhannesdóttir, Drífa Hjartardóttir og Steingrímur J. Sigfússon.